Hugleiðingar um jafnréttisbaráttuna

20. öldin var um margt merkilegt og ég held að allir geti verið því sammála að kvenréttindabaráttan og breytingar á stöðu kvenna í hinum vestræna heimi sé meðal þess sem stendur upp úr þegar litið er yfir nýliðna öld. Í upphafi aldarinnar var staða kvenna svipuð og hún hafði verið öldum saman. Réttur þeirra til að eiga eignir og hafa mannaforráð hafði öldum saman verið takmarkaður og þær höfðu ekki kosningarétt. Í raun hafði staða kvenna gegnum tíðina verið sú að þær réðu ekki yfir eigin lífi eða líkama. Í lok aldarinnar stóðu konur hins vegar jafnfætis körlum…eða hvað? 20. öldin var um margt merkilegt og ég held að allir geti verið því sammála að kvenréttindabaráttan og breytingar á stöðu kvenna í hinum vestræna heimi sé meðal þess sem stendur upp úr þegar litið er yfir nýliðna öld. Í upphafi aldarinnar var staða kvenna svipuð og hún hafði verið öldum saman. Réttur þeirra til að eiga eignir og hafa mannaforráð hafði öldum saman verið takmarkaður og þær höfðu ekki kosningarétt. Í raun hafði staða kvenna gegnum tíðina verið sú að þær réðu ekki yfir eigin lífi eða líkama. Í lok aldarinnar stóðu konur hins vegar jafnfætis körlum…eða hvað?

Þegar staða kvenna er skoðuð í dag er augljóst að hún hefur gjörbreyst. En hversu langt erum við í raun og veru komin í því að eyða misrétti milli karla og kvenna? Lagalega séð er staða kvenna í flestu tilliti jöfn á við stöðu karla og sem dæmi má nefna jafnréttislög og lög um rétt beggja foreldra til að til að taka fæðingarorlof.

Þegar raunveruleikinn er skoðaður má hins vegar sjá að það er enn langt í land. Enn er töluverður munur á launum karla og kvenna, karlmenn sitja í mun fleiri nefndum og ráðum fyrir ríki og sveitarfélög og sárafáar konur sitja í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða, svo dæmi séu nefnd. Maður kemst þess vegna ekki hjá því að velta fyrir sér hvar hnífurinn standi í kúnni, hvers vegna betri árangur hafi ekki náðst en raun ber vitni.

Því verður ekki neitað að þær konur sem háðu kvenréttindabaráttuna hér á landi á 8. og 9. áratug 20. aldar unnu þrekvirki. Markviss umræða og skýr stefna þeirra skilaði gífurlega miklu. Ég held að meðal mestu afreka þeirra sé sú viðhorfsbreyting sem varð meðal kvenna, þær gerðu konum ljóst hvers þær eru megnugar og hvöttu þær til þess að krefjast réttar síns. Þessar merkilegu konur ólu einnig upp þá kynslóð sem ég tilheyri, kynslóð sterkra ákveðinna kvenna sem ætla sér að ná langt.

En þrátt fyrir að kvenfólk í dag sé almennt meðvitað um getu sína og möguleika virðist það ekki nægja til þess að jafna stöðu kynjanna. Velta má fyrir sér hvort ástæðan fyrir því að árangurinn er ekki betri geti verið sá að umræða um jafnrétti kynjanna hefur að miklu leyti farið fram milli kvenna. Ég ætla ekki að draga úr mikilvægi þeirrar umræðu sem sannarlega er nauðsynleg. Hins vegar er ekki hægt að líta framhjá því að ef jafnrétti á að náðst er jafnframt nauðsynlegt að viðhorfsbreyting verði meðal karlmanna. Þessu til stuðnings má nefna að liðsinni karlmanna þurfti til þess að veita konum kosningarétt fyrir 90 árum síðan. Baráttukonur þess tíma þurftu liðsinni ábyrgra, framsýnna karlmenn til þess að breyta löggjöfinni.

Það er staðreynd að yfirmenn flestra stofnana og fyrirtækja eru karlmenn. Það eru því karlmenn sem í flestum tilfellum ráða konur, ákveða laun þeirra o.s.frv. Því er nauðsynlegt viðhorf þessara manna breytist, karlmenn verða að vera boðberar jafnréttis líkt og þeir menn sem samþykktu kosningarétt kvenna voru á sínum tíma og sú kynslóð kvenna sem hóf stórsókn upp úr 1970.

Nauðsynlegt er að draga karlmenn inn í jafnréttisumræðuna, fá þá til að átta sig á mikilvægi jafnréttis og breyta þannig viðhorfi þeirra. Um leið þarf að draga karlmenn til ábyrgðar í umræðunni, líkt og nauðsynlegt er að gera í umræðu um nauðganir. Ábyrgð á því að ná fram jafnrétti hvílir ekki síst á þeim sem hafa völdin til þess ráða starfsfólk, ákveða laun og velja í nefndir, ráð og stjórnir líkt og ábyrgð á nauðgunum er þeirra sem nauðga, ekki þeirra sem eiga það á hættu að vera nauðgað.

Hvers vegna heyrist alltaf bara í öðrum helmingi þjóðarinnar þegar kemur að jafnréttisumræðunni? Jafnrétti kynjanna er jafnrétti allra. Það hlýtur að þjóna stofnunum og fyrirtækjum best að fá til sín hæfustu manneskjuna, óháð kyni. Það er jafnframt hagur heimila landsins að launamisrétti hverfi. Jafnrétti mun ekki nást fyrr en við konur hættum að einblína hver á aðra og förum að tala við karlmenn og fá augu þeirra til að opnast.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand