Þjóðarskútan að sökkva?

Um 80% heyrnarlausra í heiminum fá ekki neina menntun, mannréttindi þeirra eru ekki virt og verðleikar þeirra vanmetnir. Í ályktun Heimssambands heyrnarlausra (WFD) frá árinu 1991 segir m.a. að það verði að finna leiðir til þess að þróa táknmálið, fjölga notendum táknmáls og auka gæðin í kennslu heyrnarlausra. Þrátt fyrir að nú séu liðin 15 ár síðan þessi ályktun var gefin út á hún fyllilega rindi við okkur í dag. Þetta er mál sem eflaust verður alltaf hægt að bæta. Þess vegna skora ég á menntamálaráðherra að auka mikilvægi fræðslu og kennslu á táknmáli og menningu heyrnarlausra. Það verður að gerast og það verður að gerast sem fyrst. Gagnrýni alþjóðlega matsfyrirtækisins Fitch Ratings á efnahagsstjórn ríkisins er mjög harkaleg en er hún ósanngjörn? Hið breytta lánshæfismat á ríkissjóð hefur leitt til þess að hlutabréf hafa verið að lækka en ekkert er víst um að það ástand eigi eftir að vera viðloðandi lengi.

Fitch bendir á að talsverð aukin áhætta er tekin í þjóðarbúskapnum, að viðskiptahalli sé ósjálfbær og hreinar erlendrar skuldir vaxi hratt. Vegna þessa hefur fyrirtækið breytt lánshæfismati ríkissjóðs úr stöðugu í neikvætt. Skipstjórar eru viðkvæmir fyrir gagnrýni en var ekki nokkuð augljóst í hvað stefndi? Gagnrýni að utan setur allt kerfið í uppnám á meðan við búum yfir ágætis reiknimeisturum sem hafa verið að benda á vandann og það sker sem Ísland gæti steytt á verði ekkert að gert. Nokkrar staðreyndir, ýmist jákvæðar eða neikvæðar fyrir efnahagsástandið, sýna hvernig þróunin hefur verið á þann veg að augljóst teldist að lánshæfismat ríkissjóðs myndi breytast. Þessar upplýsingar hafa birst í fjölmiðlum, endurskoðaðri fjárhagsspá fjármálaráðherra og hægt er að finna flestar þessara upplýsinga á vef Hagstofunnar. Ég leyfi mér að efast um að ég ein hafi aðgang að þessum upplýsingum. E.t.v. nýtti matsbankinn Fitch sér þessar upplýsingar líka.

Staðreyndir ekki svo langt úr fortíð
Hinn mikli uppgangur sem er nú í þjóðarbúskapnum jaðrar við ofþenslu og hefur áhrif á öra aukningu þjóðarútgjalda. Hið mikla hagvaxtarskeið á sér enda og er því varhugavert að reiða sig á mjúka lendingu. Þjóðarbúið þarf því að undirbúa sig vel því lendingin gæti verið allharkaleg með gengisfalli og skörpum samdrætti þjóðarútgjalda. Skynsamleg hagstjórnun er því mikilvæg. Er efnahagsástandið á Íslandi almennt mjög gott en gæti orðið, þegar fram líða stundir, viðkvæmt á ýmsum sviðum vegna þeirrar framkvæmdabylgju sem nú fer yfir landið.

Hagvöxtur var 2004 rúm 6% en hefur farið niður á við síðustu árin og í ár er spáð 5% hagvexti þegar þegar hægir á vexti þjóðarútgjalda en aukinn útflutningur áls fer að segja til sín. Frekari lækkun gætir árið 2007 þegar verulega dregur úr umsvifum en bætt utanríkisviðskipti gætu knúið hagvöxtinn þannig hann verði 2,6% það ár.

Vísitala neysluverðs mældist 4,1% í febrúar og er því yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Við útsölulok má gera ráð fyrir að marsmæling á vísitölu neysluverðs verði ívið hærri þegar áhrifa útsalna gætir ekki lengur. Vísitala neysluverðs er handhægt viðmið fyrir verðbólgu og má því sjá að verðbólguhorfur á næstunni eru myrkar. Hækki vísitala neysluverðs í næsta mánuði mun mun tólf mánaða verðbólga hækka umtalsvert eða úr 4,1% í 4,3% og verður þá tölugildi vísitölunnar 251,8 stig. Reyndar hefur velta á íbúðamarkaði hefur aukist á ný eftir lægð í desember og janúar og eru því litlar líkur á áframhaldandi lækkun húsnæðisliðar vísitölunnar. Vegna lítillar veltu sem liggur þar að baki er þó erfitt að draga ályktanir um hver stefna íbúðaverðs í landinu sé en húsnæðisverð hefur verið aðalverðbólguvaldurinn á síðastliðnum 12 mánuðum.

Umtalsverður verðbólguþrýstingur…
… er því sjáanlegur, á tímum þar sem hæsta raungengi frá því á 9.áratugnum og mesti viðskiptahalli Íslandssögunnar mælist. Til að forðast harkalegt aðhald í efnahagsmálum þegar fram líða stundir verður að bregðast við og gæti Seðlabankinn þurft að hækka stýrivexti sína enn frekar síðar á árinu. Nú sem komið er hefur Seðlabankinn þurft að hækka stýrivexti sína tólf sinnum frá því í maí 2004 og síðasta hækkunin var 26.janúar en þá nam hækkunin 0,25% þannig að vextirnir eru nú 10,75%. Þann 30.mars mun næsta ákvörðun stjórnar Seðlabankans verða kynnt og kemur þá í ljós hvort þrettánda hækkunin eigi sér stað.

Vöruskiptahalli…
… í desember 2005 var á bilinu 5 til 7 milljarðar og var tæplega 10% af landsframleiðslu eða u.þ.b. 95 milljörðum króna. Hefur hátt gengi, stóriðjuframkvæmdir og aukinn kaupmáttur almennings haft þessi áhrif og ýtt undir aukinn viðskiptahalla. Ekki eru líkur á miklum viðskiptajöfnuði í ár en gera má ráð fyrir að hallinn minnki í rúm 7% en þá í kjölfar gengislækkunar krónu og mikillar framleiðslugetu í áliðnaði. Jöfnuður gæti náðst fyrir lok áratugarins í utanríkisviðskiptum ef allt gengur upp. Auknar stóriðjuframkvæmdir árið 2005 juku innflutning á fjárfestingarvörum um nær 40%. Verulega mun draga úr vexti vöruinnflutnings í ár og mun hann dragast saman um 15,3% á næsta ári. Vöruútflutningur mun á hinn bóginn aukast um 10% í ár vegna álframleiðslu og um tæp 16% á næsta ári.

Skuldir heimilanna…
… við innlánsstofnanir jukust um 214 milljarða á árinu og námu alls 541 milljarði við lok árs. Miklu munaði um aukningu verðtryggðra skulda heimilanna aðallega vegna tilfærslna á íbúðalánum frá Íbúðalánasjóði yfir til bankanna en jukust þær um rúmlega helming og námu tæpum 416 milljörðum í lok ársins. Af heildarskuldum heimilanna við innlánsstofnanir voru yfirdráttarskuldir 68,2 milljarða og er aukningin um 7 milljarðar á milli ára.
Staða krónunnar hefur verið þungbær fyrir útflutningsfyrirtæki og hefur það leitt til þess að mörg þeirra hafa ákveðið að flytja starfsemi sína erlendis til að vera nær birgjum og sínum mörkuðum. Útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum hefur óneitanlega haft einhver á áhrif á þessa þróun og haldið genginu í spennu og tafið fyrir lækkun gengis. Hinn mikli viðskiptahalli dregur inn í efnahagskerfið erlent lánsfé og slíkt setur þrýsting á gengið. Hið háa gengi hefur skaðað t.d. sjávarútveg og hátækniiðnað á Íslandi sem fá stærsta hluta tekna sinna í erlendri mynt. Hið háa gengi krónunnar hefur einnig haft áhrif á fiskvinnslustörf í landi þar sem samdráttur og uppsagnir í fiskvinnsluiðnaði hafa verið tíðar. Tapast hafa um 500 störf af 4500 á síðasta ári vegna þessa.

Hefur þó fjárfesting atvinnuveganna aukist um 45% á árinu 2005 en er það að mestu leyti tilkomið vegna aukinna stóriðjuframkvæmda. Hið háa gengi krónunnar hefur einnig verið hvati fyrir fjárfestingu fyrirtækja í ýmsum atvinnugreinum þrátt fyrir bág kjör útflutningsgreinanna. Árið 2006 verður þó einungis um að ræða 7% hækkun í fjárfestingu atvinnuvega. Þegar stóriðjuframkvæmdum lýkur að mestu árið 2007 er von á 40% samdrætti í fjárfestingu atvinnuveganna það árið. Til móts kemur að fjárfesting hins opinbera mun aukast um 20% til að svara samdrættinum. Sveitarfélögin munu draga úr fjárfestingum sínum allt að 30% á árunum 2006 og 2007.
Staðreyndirnar hafa talað

Af þessu má sjá að ýmislegt hefur gerst í efnahagsmálum á Íslandi og engin furða að matsbankinn Fitch fetti fingur út í stjórnleysið. Ekki er hægt að skella skuldinni lengur á einkageirann, útlánastefnu bankanna eða ætlast til að Seðlabankinn grípi stöðugt í taumana. Maður fer nú að spyrja sig hver sé kallinn í brúnni – ríkisstjórnin eða Seðlabankinn?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand