Þér er boðið í Nýja Bíó

UJA halda umræðufund um stefnu Samfylkingarinnar í umhverfismálum í Nýja-bíói á Akureyri, sunnudaginn 18. mars. Að loknum fundi verður fundarmönnum boðið að sjá óskarsverðlaunamyndinna An inconvenient truth eftir Al Gore.
Ungir jafnaðarmenn á Akureyri halda umræðufund um stefnu Samfylkingarinnar í umhverfismálum í Nýja-bíói á Akureyri, sunnudaginn 18. mars klukkan 13:00.

Guðmundur Steingrímsson frambjóðandi í Suðurkjördæmi mun halda framsögu um stefnu Samfylkingarinnar í umhverfismálum. Lára Stefánsdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi heldur framsögu um umhverfismál og Akureyri. Þröstur Eysteinsson mun einnig halda framsögu um kolefnabindingu og landgræðslu.

Að loknum fundi kl. 14:00 verður fundarmönnum boðið að sjá óskarsverðlaunamyndinna An inconvenient truth eftir Al Gore.

Fundarstjóri verður Margrét Kristín Helgadóttir sem skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.

Allir velkomnir.

_______________

UJA.is – vefsíða Ungra jafnaðarmanna á Akureyri

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand