Þegar ég er þyrstur…

Innflytjendur og framleiðendur auglýsa gjarnan afurð sína og er fátt sem kemur í veg fyrir það. Þetta á hins vegar ekki við þegar um er að ræða áfengi, en í 20. grein áfengislaga frá árinu 1998 segir: ,,Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu. Með auglýsingu er átt við hvers konar tilkynningar til almennings vegna markaðssetningar…“ Síðustu ár hafa heildsalar ekki tekið mark á þessum lagabókstaf og auglýst afurð sína óhindrað, áfengis- og tóbaksvarnaráði til mikils ama. Heildsalarnir hafa komist upp með þetta með því að setja orðið léttöl skráð afar litlu letri í auglýsingarnar. Öll gerum við okkur þó grein fyrir því að ekki er verið að auglýsa léttöl heldur bjór. Innflytjendur og framleiðendur auglýsa gjarnan afurð sína og er fátt sem kemur í veg fyrir það. Þetta á hins vegar ekki við þegar um er að ræða áfengi, en í 20. grein áfengislaga frá árinu 1998 segir: ,,Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu. Með auglýsingu er átt við hvers konar tilkynningar til almennings vegna markaðssetningar…“ Síðustu ár hafa heildsalar ekki tekið mark á þessum lagabókstaf og auglýst afurð sína óhindrað, áfengis- og tóbaksvarnaráði til mikils ama. Heildsalarnir hafa komist upp með þetta með því að setja orðið léttöl skráð afar litlu letri í auglýsingarnar. Öll gerum við okkur þó grein fyrir því að ekki er verið að auglýsa léttöl heldur bjór.

En er ríkið eitthvað skárra?
Fjölmargir hafa verið andsnúnir og í öllu mótfallnir áfengisauglýsingum og vísað til áfengislaga máli sínu til stuðnings. Eins og við flest væntanlega vitum þá hefur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins einkaleyfi til smásölu áfengis. Forráðamenn Á.T.V.R. hafa brugðið á það ráð að selja auglýsingar á burðapokana sem fást í verslunum þeirra og tel ég það vera hið besta mál. Nýverið rakst ég á slíkan poka og það sem vakti athygli mína var hvað verið var að auglýsa: Þegar ég er þyrstur… fæ ég mér X. Þetta þótt mér heldur skondið og taldi ég Á.T.V.R vera hér klárlega að brjóta áfengislöggjöfina. En viti menn neðst á hlið pokans (þar sem hann krumpast, dregst saman og erfitt er að sjá hvað stendur) stóð: Prófaðu X léttölið 0,3 %. Fyrst að orðinu léttöl er einnig smellt með í auglýsinguna er þá Á.T.V.R., þ.e.a.s. hið opinbera, þá að brjóta áfengislögin?

Vekur eftirtekt
Það er greinilegt að þessi hluti áfengislaga er orðinn úreltur þrátt fyrir að tiltölulega stutt sé síðan löggjöfin var endurbætt. Fólk er hætt að gera grín af þessu og enn fleiri heildsalar og framleiðendur eru nú farnir að auglýsa bjórinn sinn. Sumir þeirra eru jafnvel hættir að leyfa orðinu léttöl að fylgja með. Fyrir um átta árum héldum við Íslendingar HM í handknattleik og vakti þá athygli erlendra fjölmiðla að hér á landi væri bannað að auglýsa bjór. Það væri hins vegar í góðu lagi ef orðið léttöl fengi að fljóta með. Skiljanlega vekur þetta athygli útlendinga. Það vekur einnig athygli þeirra að bjórinn skuli ekki hafi verið leyfður hér á landi fyrr en 1989. Ennfremur að léttvín og bjór skuli einungis vera selt í þar til gerðum verslunum á vegum hins opinbera.

Ungir jafnaðarmenn ályktuðu á landsþingi sínu árið 2000 um áfengismál og þar kom m.a. fram að Ungir jafnaðarmenn eru andsnúnir einkasölu ríkisins á áfengi og þeir vilja að áfengislöggjöfinni verði breytt þannig að leyft verði að selja bjór og léttvín í matvöruverslunum. Ennfremur vilja Ungir jafnaðarmenn að áfengiskaupaaldur verði færður niður í 18 ár.

Í nýafstöðnum kosningum varð umtalsverð nýliðun á Alþingi. Við skulum því vona að með tilkomu nýrra og yngri þingmanna að ferskari og víðsýnni vindar muni blása um Alþingi okkar Íslendinga.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand