Hvað skiptir máli í samningaviðræðum við ESB?

Nú þegar Alþingi hefur samþykkt aðildarviðræður við ESB er að mörgu að huga. Utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson hefur sagt að hagsmunir og sjónarmið sem flestra verði höfð til athugunar og ekki anað að neinu. Fólkið í landinu fer að velta fyrir sér hvað eigi að semja um, hvernig við náum því besta fram og gætum hagsmuna okkar og auðlindanna. Ég óttast það mikið að eitt ákveðið mál muni gleymast í öllum hamaganginum og hef raunar velt því lengi fyrir mér hvort ég sé tilbúin að fara í Evrópusambandið ef ekki verður gerð undanþága fyrir okkur.

Nú þegar Alþingi hefur samþykkt aðildarviðræður við ESB er að mörgu að huga. Utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson hefur sagt að hagsmunir og sjónarmið sem flestra verði höfð til athugunar og ekki anað að neinu. Fólkið í landinu fer að velta fyrir sér hvað eigi að semja um, hvernig við náum því besta fram og gætum hagsmuna okkar og auðlindanna. Ég óttast það mikið að eitt ákveðið mál muni gleymast í öllum hamaganginum og hef raunar velt því lengi fyrir mér hvort ég sé tilbúin að fara í Evrópusambandið ef ekki verður gerð undanþága fyrir okkur.
Þannig er nefnilega mál með vexti að Cheerios (eða seríós) og Cocoa Puffs eru BÖNNUÐ í ESB. Báðar tegundir (og Honey Nut líka) eru of vítamínbættar sem þykir ekki gott fyrir manninn. Hver hefur ekki furðað sig á því að þessar vörur séu ekki seldar á nánast öllu meginlandi Evrópu og hlegið dátt að Íslendingum í Danmörku sem fá ekkert gott í morgunmat?
Eins og Cheerios hefur auglýst er löng hefð fyrir neyslu þess hér á landi, ungabörn æfa fínhreyfingar með því að stinga upp í sig ljúffengum hringjunum við matarborðið og síðan fylgir þetta okkur í gegnum ævina.
Mér var tjáð að í Svíþjóð hefði verið gerð undanþága á einhverjum þjóðarrétti þar, einhverskonar síld sem stóðst ekki kröfur ESB. Þótt Cheerios sé ekki aldagamall matur á Íslandi eða arfleið okkar, þá er matarmenning okkar mjög stutt og Cheerios hefur verið selt hér á landi í u.þ.b. fimmtíu ár og skipar, í alvöru, sess í hugum fólks.
Þeir sem ekki borða ?essar morgunkornstegundir reglulega segja að þetta skipti engu máli og finnst ?etta hlægilegt; allir ?eir sem ég hef rætt við og borða þetta reglulega finnst þetta erfitt mál og óska ?ess að ameríski draumurinn hverfi ekki af markaði. Allir!
Munu börn framtíðarinnar ekki geta sungið lag Bjartmars Guðlaugssonar „súrmjólk í hádeginu og seríós á kvöldin, mér er sagt að þegja meðan fréttatíminn er” af því þau hafa ekki hugmynd um hvaða góða bragð seríós hefur að geyma? Svo ekki sé talað um kókópöffsið.
Við þurfum að íhuga vel hver stefna okkar í þessu máli á að vera, þótt hlægilegt sé þá er ég fullviss um að það er mikið af, sérstaklega, ungu fólki sem hefur engan áhuga á pólitík sem heyrir af þessu (ég biðst afsökunar á því að hafa gert þetta svo opinbert…) og hugsar „ég vil fá seríós í morgunmat, ég mun ekki kjósa það að fara í Evrópusambandið”
Treystum á Össur að gera þetta að a.m.k. einhverju máli, ekki hlæja að smáatriðunum – þau skipta máli.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand