Sussussuss – eða SUS og sparnaðartillögurnar

Stjórn Sambands Ungra Sjálfstæðismanna, eða SUS-ararnir, sem mér finnst skemmtilegast að kalla sussarana í þeirri von að þá heyrist örlítið minna í þeim, hafa afhent fjármálaráðherra Íslands nýjar sparnaðartillögur.

Stjórn Sambands Ungra Sjálfstæðismanna, eða SUS-ararnir, sem mér finnst skemmtilegast að kalla sussarana í þeirri von að þá heyrist örlítið minna í þeim, hafa afhent fjármálaráðherra Íslands nýjar sparnaðartillögur. Eru sparnaðartillögurnar settar fram undir þeim formerkjum að þarna sé um að ræða beinan niðurskurð án þess að hróflað verði við velferðar-, heilbrigðis- eða menntakerfinu. Hljómar vel. Nánast of vel. Það er það. Vegna þess að í staðinn á að leggja niður öll framlög til nýsköpunar, atvinnusköpunar og iðnrannsóknar.

Auk þess skal leggja niður Neytendastofu, Lýðheilsustöð, Jafnréttisstofu, embætti Ríkissáttasemjara, Samkeppniseftirlitið, Ferðamálastofu og ýmsar aðrar óþarfa stofnanir.

Það ætti ekki að koma á óvart að sussararnir telja óþarfa að haft sé eftirlit með viðskiptalífinu, að öryggi og réttindi neytenda séu tryggð eða að efla þurfi samkeppni í viðskiptum. Sjálfstæðismönnum hefur í gegnum tíðina fundist best að sitja aleinir að kjötkötlunum. Ríkissáttasemjari sem annast sáttastörf í vinnudeilum milli launafólks og atvinnurekanda er óþarfur. The self made man þarf ekki á neinum slíkum að halda. Þróun og gæði í ferðaþjónustu má líka víkja, við þurfum ekki að styðja við þann iðnað sem færir erlendan gjaldeyri inn í landið. O-nei.

Þeir hafa heldur aldrei trúað á jafnréttisaðgerðir, enda skoppa þeir um í loftbólum ósnertanlegir og undir engum áhrifum frá félagslegum raunveruleika okkar hinna. Þeir eru öðruvísi, betri jafnvel, og smáatriði eins og jafn réttur á hreinlega ekki alltaf við. Við höfum náð fjárhagslegu gjaldþroti. Nú skulum við stefna að andlegu og siðferðislegu gjaldþroti.

Við þurfum heldur ekki á neinni menningu að halda. Ef þessar sinfóníur geta ekki fundið sér styrktaraðila þá skulum við bara sleppa þeim. Sama gildir um rannsóknarsjóði, landgræðslu, nýsköpun, atvinnusköpun og iðnaðarrannsóknir.

Það er svo margt sem við héldum að við þyrftum en þurfum síðan ekki. Þetta er allt byggt á misskilningi. Við þurfum ekki á að halda fjölbreytni í atvinnulífinu eða atvinnuþróun. Okkar fremstu og bestu fyrirtæki hófu gang sinn í átt að velgengni með stuðningi nýsköpunar- og atvinnusjóða, en hvar þarf á að halda fyrirtækjum eins og Össuri, Marorku og CCP?

Við vitleysingarnir þurfum líka að láta minna okkur á að við erum ekki samfélag. Við erum einstaklingar. Burt með báknið!

Hrafnhildur Ragnarsdóttir, framkvæmdastýra UJ

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið