Sumarferð til Noregs: Opin öllum ungum jafnaðarmönnum

Hvert sumar halda norskir ungir jafnaðarmenn í útilegu á eyjuna Utøya. Utøya-útilegan er opin öllum ungum jafnaðarmönnum á aldrinum 13 til 30 ára og hefur okkur Íslendingunum verið boðið að taka þátt. Farið verður 16. júlí og komið til baka þann 20. júlí.

Hvert sumar halda norskir ungir jafnaðarmenn í útilegu á eyjuna Utøya. Hátíðin stendur yfir í fjóra daga og boðið er upp á ýmsar uppákomur, listasmiðjur, verkefnahópa, tónleika og margt fleira.

Utøya-útilegan er opin öllum ungum jafnaðarmönnum á aldrinum 13 til 30 ára og hefur okkur Íslendingunum verið boðið að taka þátt. Farið verður 16. júlí og komið til baka þann 20. júlí. Ekki er leyfilegt að neyta áfengis á eyjunni og hentar því ferðin einnig yngstu jafnaðarmönnunum.

UJ býður í ár upp á fararstjórn til Noregs. Þátttakendur greiða sjálfir fyrir flugmiða og hátíðarmiða, en möguleiki er á að skipuleggja fjáröflun fyrir þá sem það vilja.

Kynningarfundur verður haldinn á aðalskrifstofu Samfylkingarinnar að Hallveigarstíg 1 föstudaginn 6. júní kl. 18.00. Áhugasamir skrái sig á kynningarfundinn með því að senda tölvupóst á netfangið uj@samfylking.is eða hringja í síma 414-2210 eða 845-6361.

Heimasíða Utøya-útilegunnar:

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand