Sumarferð Samfó

Sumarferð Samfylkingarinnar 2007 verður farin laugardaginn 1. september í Húnaþing.


Sumarferð Samfylkingarinnar 2007 verður farin laugardaginn 1. september í Húnaþing

Sumarferð Samfylkingarinnar nýtur vaxandi vinsælda og í ár liggur leiðin í Húnaþing laugardaginn 1. september. Þetta verður fjölbreytt skemmtiferð fyrir alla fjölskylduna. Ekið verður á Hvammstanga og hádegishressing snædd í Félagsheimilinu. Á Hvammstanga verður t.d. hægt að heimsækja Selasetur Íslands, Verslunarminjasafnið, Gallerí Bardúsa og eða sundlaugina. Eftir hádegishressingu verður farið fyrir Vatnsnes og skoðaðir athyglisverðir staðir á þeirri leið, t.d. Hamarsrétt, Illugastaðir, Hindisvík, Hvítserkur, Borgarvirki og Breiðabólstaður. Þeir sem þess óska geta verið um kjurrt á Hvammstanga á meðan. Kl. 18.00 verður grill og gaman á Hvammstanga við Félagsheimilið.

Farið verður með rútum frá Reykjavík, BSÍ kl. 9.00, og Akureyri, Lárusarhúsi kl. 9.00. Þeir sem koma á eigin bifreiðum eru minntir á að gott tjaldstæði er í Kirkjuhvammi ofan Hvammstanga.

Miðasala verður dagana 20. og 21. ágúst á skrifstofu Samfylkingarinnar á Hallveigarstíg 1, Reykjavík. Verð er 4.500 kr., fyrir lífeyrisþega 3.500 kr., en frítt fyrir börn yngri en 12 ára. Kvöldverður fyrir þá sem koma á eigin bifreiðum kostar 1.000 kr. Athugið að tekið er við símgreiðslum í síma 414 2200.

Tekið er á móti pöntunum fram til 22. ágúst í síma 414 2200 eða í netfangið samfylking@samfylking.is. Fyrir norðan má einnig skrá sig hjá Láru Stefánsdóttur, lara@lara.is.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand