Suðurnesin og herinn

Í raun er það forkastanlegt að ekki skuli hafa verið gerð nein áætlun gegnum árin til að bregðast við ef allt fer á versta veg varðandi atvinnumál á Suðurnesjum. Margir hafa þó viðrað hugmyndir t.d. um nýtingu húsnæðis á svæði varnarliðsins. Auðvitað eigum við að hugleiða allar leiðir í þeim efnum. Við höfum ekki efni á öðru og sá kostur hefur verið nefndur að Íslendingar komi að einhverjum kostnaði við rekstur vallarins og tel ég ekki annað hægt en að íhuga það. Vera varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur enn og aftur komist í umræðurnar. Enn þrengir að íslenskum starfsmönnum og er þeim mismunað miðað við bandaríska samstarfsmenn sína. Manni finnst jafnvel sem svo að Bandaríkjamenn séu með þessu að reyna að komast út bakdyramegin. Það er ljóst að þeir vilja draga mjög svo saman alla starfsemi sína þarna enda þjónar hún þeirra eigin hagsmunum nánast ekki neitt. Varla getur maður áfellst þá fyrir það því stríðið í Írak hefur reynst þeim dýrkeyptara en þeim óraði fyrir.

Nokkur orð um veru varnarliðsins hér á landi
Varnarliðið settist hér að árið 1951 og gerðu Íslendingar og Bandaríkjamenn með sér samning þess efnis. Íslendingar lögðu mikla áherslu á varnarhlutverk varnarliðsins á þeim viðsjárverðu tímum sem þá voru. Íslendingar voru harðir í horn að taka og var það m.a. knúið fram að Bandaríkjamenn stæðu straum af öllum kostnaði við varnir landsins. Mikill stríðsótti ríkti á Vesturlöndum og var mikil hræðsla við Stalín og Sovétríkin. Íslendingar lögðu jafnframt áherslu á að erlendur her yrði ekki hér á friðartímum.

Bandaríski herinn þótti ekki mjög vinsæll meðal íslensks almennings og m.a. voru hermennirnir óvinsælir meðal íslenskra karlmanna sem þóttu þeir berast fullmikið á í skemmtanalífi Reykjavíkur. En árið 1954 vildu Bandaríkjamenn auka umsvifin og voru hafnar samningaviðræður þess efnis. Þeir mættu mun meiri hörku hjá íslenskum ráðamönnum en þeir höfðu búist við og að lokum féllust þeir á flestar kröfur Íslendinga. Þær voru m.a. að íslensk verktakafyrirtæki skyldu framvegis sjá um allar framkvæmdir á vegum hersins og að Íslendingar yrðu þjálfaðir upp til að sinna ýmsum tæknistörfum sem bandarískir hermenn höfðu áður séð um. Þetta markaði upphaf að mikilli atvinnu og uppgangi á Suðurnesjunum.

Mikil óvissa
Í dag ríkir mikil óvissa um þessi mál og ástandið er algjörlega óviðunandi fyrir fólkið sem hefur sitt lifibrauð af þessari starfsemi. Ég held að við getum alveg horfst í augu við það að það ekki spurning um hvort heldur hvenær herinn fer og er það í raun algjört stórslys fyrir svæðið.

Enginn niðurstaða í teboði í Hvíta húsinu – stuðningur við árásarstríð í Írak ítrekaður
Talsverð spenna og eftirvænting ríkti fyrir fund Davíðs og Bush í Hvíta húsinu en sá fundur reyndist ekkert annað en kurteisislegt teboð þar sem Davíð fór svo fögrum orðum um Bush og stefnu hans í Írak að meira að segja Bush virtist nóg um. Enginn merkileg niðurstaða fékkst á þeim fundi en Davíð þeytti enn einni blautri tusku í andlit þjóðarinnar með því að ítreka stuðning hennar við innrásina í Írak.

Mikilvægt að íslensk stjórnvöld taki skýra afstöðu
Í raun er það forkastanlegt að ekki skuli hafa verið gerð nein áætlun gegnum árin til að bregðast við ef allt fer á versta veg. Margir hafa þó viðrað hugmyndir t.d. um nýtingu húsnæðis á vellinum. Auðvitað eigum við að hugleiða allar leiðir í þeim efnum. Við höfum ekki efni á öðru og sá kostur hefur verið nefndur að Íslendingar komi að einhverjum kostnaði við rekstur vallarins og tel ég ekki annað hægt en að íhuga það. Þó þarf það að vera haft að leiðarljósi að atvinnuástandið haldist nokkuð stöðugt. Sjálfur er ég á móti veru hersins þarna en geri mér fulla grein fyrir mikilvægi hans í atvinnulífi staðarins.

Nú ríður bara á að stjórnvöld taki fast á málunum og eyði þessari óþolandi óvissu um þessi efni.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand