Styðjum Stínu

Hægrisinnaðir Danir geta nú andað léttar eftir meira en þrjátíu ára ergelsi. Fríríkinu Christanu verður endanlega lokað. Eitt af fyrstu verkum sitjandi ríkisstjórnarinnar var að að senda út tilskipun þess efnis að Christania yrði jöfnuð við jörðu og í staðin kæmi ,,venjulegt” íbúðarhverfi. Íbúar Christaniu hafa ekki tekið þessu þegjandi. Fyrst rifu þeir niður Pusher-street sem var aðalverslunarsvæðið með kannabis til að þóknast stjórnvöldum þannig að nú eru eiturlyf hvergi sjáanleg á svæðinu en stjórninni var ekki haggað og situr hún enn við sinn keip. Christania skal niður. Síðan settu íbúarnir í gang söluherferð til styrktar fríríkinu. Bolir, peysur, barmmerki og fleiri varningur er til sölu um gervallt Danaveldi merktir með slagorðinu Bevar Christania eða verndum Christaniu. En hvað á að vernda? Hægrisinnaðir Danir geta nú andað léttar eftir meira en þrjátíu ára ergelsi. Fríríkinu Christanu verður endanlega lokað. Eitt af fyrstu verkum sitjandi ríkisstjórnarinnar var að að senda út tilskipun þess efnis að Christania yrði jöfnuð við jörðu og í staðin kæmi ,,venjulegt” íbúðarhverfi. Íbúar Christaniu hafa ekki tekið þessu þegjandi. Fyrst rifu þeir niður Pusher-street sem var aðalverslunarsvæðið með kannabis til að þóknast stjórnvöldum þannig að nú eru eiturlyf hvergi sjáanleg á svæðinu en stjórninni var ekki haggað og situr hún enn við sinn keip. Christania skal niður. Síðan settu íbúarnir í gang söluherferð til styrktar fríríkinu. Bolir, peysur, barmmerki og fleiri varningur er til sölu um gervallt Danaveldi merktir með slagorðinu Bevar Christania eða verndum Christaniu. En hvað á að vernda?

Hámenning/lágmenning/ómenning
Í Christianu viðgengst samfélag sem er harla ólíkt því sem við þekkjum á Vesturlöndum. Samfélag sem byggist ekki á boðum og bönnum heldur gagnkvæmum skilningi, virðingu og ást. Christania er ekki skipulögð af borgarverkfræðingi, hefur aldrei farið í umhverfismat og er ekki hluti af Kyoto bókuninni. Íbúar Christaniu þurfa hvorki að biðja um leyfi frá nágrönnunum til að fá að mála bílskúrinn í öðruvísi lit né óttast að kötturinn þeirra verði tekinn af lífi ef hann leggst á flakk. Það er þessi menning sem gerir Christaniu einstaka og jafnframt einstaklega pirrandi í augum þeirra sem vilja draga alla menningu í dilka, skilgreina sem há- eða lágmenningu og kúgast af sætum kannabis anganinum sem liggur frá Christaniu. Gagnkvæmi skilningurinn, virðingin og ástin sem viðgengst í Christaniu er nefnilega umvafin þykkum kannabisreyk sem erfitt er að líta framhjá þegar rætt er um framtíð fríríkis.

Gullna lögmálið
Það er einmitt kannabis krísan sem er ein helsta átylla hægri manna fyrir lokun Stínu. Þetta þykir undirritaðri aum röksemdafæsla. Þrátt fyrir að Christania verði úr sögunni þýðir það ekki að eftirspurnin eftir eiturlyfjum minnki. Hér er jú bara á ferðinni hið gullna lögmál um framboð og eftirspurn sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá frjálshyggjumönnum um heim allan. Eiturlyfjavandinn er mun viðráðanlegri ef hann er á einum stað og ef Christaniu verður lokað dreifast dílerarnir út um allt. Lokun Christaniu eyðir ekki vandanum, heldur eykur hann ef eitthvað er.

Há dú jú læk æsland?
En íbúar Christaniu þurfa ekki að örvænta. Alla tíð frá stofnun fríríkisins hafa þeir þurft að standa af sér fjölmargar árásir úr ýmsum áttum. Ef svo illa skyldi fara að Christaniu yrði endanlega lokað fyrir fullt og allt verður hreinlega að færa hana um set. Þar getum við Íslendingar lagt hönd á plóginn og rétt frændum okkar Dönum hjálparhönd. Byggðarstefna íslenskra stjórnvalda síðastliðinna ára hefur stuðlað að því að leggja heilu landshlutana í eyði og kvótakerfið hefur gengið af hverju þorpinu á fætur öðru dauðu. Það yrði óneitanlega hvalreki fyrir deyjandi landshluta eins og vestfirði ef Christania flytti sig inn í eitthvert plássið þarna fyrir vestan sem er hvort eð er komið á vonarvöl og gefa landanum svolítinn skerf af gagnkvæmri virðingu, skilning og ást í staðinn.

– – – – –
Nánari upplýsingar fyrir áhugasama á: http://www.christiania.org

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið