Málin sem skipta máli

Samkvæmt nýrri skýrslu Fraser-stofnunarinnar í Kanada kemur fram að Ísland er í 14. sæti yfir þær þjóðir þar sem frjálsræði í efnahagsmálum er mest. Í sömu skýrslu kemur m.a. fram að í þeim löndum sem mest frjálsræði ríkir í efnahagsmálum er mestur hagvöxtur og mest fjárfesting að meðaltali á hvern vinnandi mann. Á meðan núverandi stjórnaflokkar hafa gert óheiðarlega tilraun til þess að minnka frjálsræði á fjölmiðlamarkaði hafa stóru málin sem raunverulega skipta máli verið á ís. Samkvæmt nýrri skýrslu Fraser-stofnunarinnar í Kanada kemur fram að Ísland er í 14. sæti yfir þær þjóðir þar sem frjálsræði í efnahagsmálum er mest. Í sömu skýrslu kemur m.a. fram að í þeim löndum sem mest frjálsræði ríkir í efnahagsmálum er mestur hagvöxtur og mest fjárfesting að meðaltali á hvern vinnandi mann. Á meðan núverandi stjórnaflokkar hafa gert óheiðarlega tilraun til þess að minnka frjálsræði á fjölmiðlamarkaði hafa stóru málin sem raunverulega skipta máli verið á ís.

Skattamál
Góð leið til að nýta skatttekjur betur er að lækka skatta. Allir flokkar, að Vinstri-grænum undanskildum, hafa lofað skattalækkunum af einhverju tagi. Um það málefni ætti því að vera auðvelt að komast að samkomulagi innan Alþingis einsetji stjórnmálamenn sér í það verkefni, í stað þess að sóa tíma og peningum skattgreiðenda í einkastríð sitt við fjölmiðla.

Landbúnaðarmál
Önnur leið til að auka frjálsræði og þar með lífsgæði okkar sem búa á Íslandi er að aflétta hömlum af utanríkisviðskiptum á landbúnaðarvörum. Hið opinbera hefur of lengi haldið matarverði á Íslandi háu með ómarkvissum afskiptum af landbúnaði. Hvorki bændur né neytendur eru að njóta góðs af þessum afskiptum, t.d. eru sauðfjárbændur ein fátækasta stétt landsins þrátt fyrir hátt verð á afurðum.

Aðgerðir í þessa átt eru öllum til góðs. Hinir venjulega borgarar þessa lands hafa meira milli handanna og um leið verður landið að álitlegri fjárfestingarkosti erlendis.

Einnig má benda á tegund landbúnaðarafurðar sem ríkisvaldið hefur löngum haft himinháar álögur á en það er áfengi. Nýlega hafa komið fram hjá Samtökum ferðaþjónustunnar niðurstöður könnunar sem gefa til kynna að helsta umkvörtunarefni ferðamanna á Íslandi er of hátt áfengisverð. Glöggt er gests augað.

Að ofansögðu er það mín einlæga von að þingmenn hætti að sóa tíma umbjóðenda sinna og fari að sinna þeim málum sem skipta þá mestu máli. Fyrst það er hægt að senda mann á tunglið þá hlýtur að vera hægt að gera eitthvað af því sem ég hef nefnt í þessari grein.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand