Ísland er í fyrsta sæti yfir þau ríki sem sýnt hafa mesta frammistöðu og jákvæð viðhorf vegna umbóta í umhverfismálum. Umhverfissérfræðingar á vegum Yale og Columbia háskólan hafa unnið að umhverfisvísitölu (Environmental Performance index) frá árinu 2006 og í fyrsta sinn er Ísland í efsta sæti á undan Sviss, Kosta Ríka og Noregi.
Vísitalan tekur mið af ýmsum þáttum s.s heilsufari þegna og þjóðartekjum. En Ísland skoraði hátt á sviðum eins og heilsufarsvandamál tengd umhverfisvanda, endurheimt skóga, lítilli losun gróðurhúsalofttegunda og hreinni orkuframleiðslu. Auk þess fékk Ísland eitt allra ríkja fullt hús stiga vegna gæða og hreinleika vatns.
Þá ber að athuga hvernig megi nýta sér þessa sérstöku og sérhæfðu stöðu Íslands. Mörg öfl innanlands sem og utan telja að hægt væri að nýta landið betur vegna vannýtingu umhverfiskvóta. Að hér beri að reisa þungaiðnað vegna þess að hér sé svigrúmið til staðar.
En fari svo að stóriðja haldi áfram að riðja sér til rúms eigum við eflaust eftir að glata sérstöðu okkar sem hreinasta og umhverfisvænasta ríki veraldar. Við verðum að halda í sérhæfni okkar og gera út á mikilvægi hennar. Nýsköpun, raf- og vetnisvæðing bílaflotans og umhverfisvænn iðnaður er það sem stuðlar að áframhaldandi sérstöðu, sem er ómetanlegt í samfélagi þjóða.