Hvar eru fjölmiðlar?

Sjálfstæðismenn eru ekki búnir að gera grein fyrir því hverjir studdu landsskrifstofu flokksins um 330 milljónir á árunum 2002-2006 eða hvað þá að gera grein fyrir styrkjum til aðildarfélaga á sama tímabili. Að sama skapi er horft framhjá styrkjum til frambjóðenda. Hví vekja þessi mál jafn litla athygli fjölmiðla?

Í DV í dag er birt „hagsmuna“ úttekt Alþingismanna.

Þó svo að slíkt sé auðvitað gott framtak þeirra DV-liða og í reynd nauðsynlegt að fjölmiðlar fjalli um slíkt, verður það að teljast sérkennilegt að fjölmiðlastéttin hafi enn ekki farið í saumana á eða leitað skýringa þess að einn helsti valdaflokkur landsins í gegnum tíðina – íslenski mafíu-FLokkurinn sjálfur, arkitekt þess þjóðfélagsskipulags sem hrundi og einkavinavæðinga- og spillingarmaskínan sjálf – Sjálfstæðisflokkurinn, skuli hafa þverbrotið lög um fjármál stjórnmálaflokka!

Það á bæði við um flokkinn sjálfan sem og frambjóðendur.

Sjálfstæðismenn eru ekki búnir að gera grein fyrir því hverjir studdu landsskrifstofu flokksins um 330 milljónir á árunum 2002-2006 eða hvað þá að gera grein fyrir styrkjum til aðildarfélaga á sama tímabili. Að sama skapi er horft framhjá þeim 25 milljónum sem Guðlaugur Þór fékk í styrki. Hví vekja þessi mál ekki athygli fjölmiðla?

Hvar eru fjölmiðlar eiginlega?

Af hverju er kastljósinu ekki beint í skúmaskotin sem veigrað er við að sýna í? Ef markmiðið er að fá allt upp á borðið þá er óeðlilegt að þeir sem verða við þeirri sjálfsögðu kröfu séu í raun hundeltir vegna upplýsinganna en hinir sem þegja fái að skína í samanburðinum.

Af hverju er Sjálfstæðisflokkurinn ekki búinn að nafngreina einn einasta af þeim aðilum sem styrktu Valhöll um 330 milljónir á árunum 2002-2006?

Af hverju er Sjálfstæðisflokkurinn ekki búinn að gera grein fyrir þeim upphæðum sem aðildarfélög flokksins fengu til viðbótar Valhallarmilljónunum 330 á árunum 2002-2006?

Af hverju skilar Sjálfstæðisflokkurinn upplýsingum til ríkisendurskoðunar um fjármál flokksins seint og illa þrátt fyrir að næstum tveir tugir manna og kvenna vinni í Valhöll?

Af hverju er Hanna Birna, borgarstjóri, ekki spurð um fjáröflun Sjálfstæðisflokksins á þessum árum? Hún var aðstoðarmaður Kjartans Gunnarsson, framkvæmdastjóra flokksins, en ekki einn fjölmiðlamaður hefur spurt hana um málið!

Í lokinn: Hvernig gengur Sjálfstæðisflokknum annars að greiða til baka ofurstyrkina – 30
milljónirnar – frá Landsbankanum og FL-Group?

Hefur einhver heyrt af því?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand