Stjórnmálaályktun af landsþingi UJ 2005 – Málefni öryrkja á Íslandi

Áhyggjuefni er hve fáir öryrkjar ná bata og komast aftur á atvinnumarkaðinn. Eins og Öryrkjabandalag Íslands hefur bent á sýna rannsóknir að flestir þeirra sem geta unnið vilja vinna. Því þarf að sjá til þess að örykjum bjóðist öflug og fjölbreytt endurhæfing sem gerir þeim kleift að komast aftur á vinnumarkaðinn og njóta betri lífsgæða.

Möguleikar á endurhæfingu þurfa að vera mun fjölbreyttari en þeir eru nú þar sem örorka getur stafað af svo mörgu. Þótt öflug og fjölbreytt endurhæfing kosti mikið getur hún margborgað sig, ekki bara fyrir öryrkjana sjálfa heldur fyrir þjóðfélagið í heild.

Ungir jafnaðarmenn skora á stjórnvöld til að auka verulega við fjármagn til endurhæfingar öryrkja. Að fjárfesta í endurhæfingu öryrkja mun ekki einungis skila sér í formi færri öryrkja heldur myndi þetta bæta lífsgæði þessa hóps til muna. Það er því til mikils að vinna. En til þess að endurhæfingin skili sér sem best verður einnig að endurskoða reglur um endurhæfingarlífeyri, úrræðið sem er í boði í dag býður einungis upp á endurhæfingu í 12 mánuði og í mesta lagi 18 mánuði í sérstökum tilfellum. Það gefur auga leið að það er ekki nægilegur tími í öllum tilfellum og er nauðsynlegt að auka sveigjanleikann í þessum efnum.

Ungir jafnaðarmenn vilja einnig að fyrirtækjum sem ráða öryrkja með skerta starfshæfni verði veitt ákveðin skattafríðindi. Þannig myndi ríkissjóður spara örorkugreiðslur en á móti færi sá sparnaður til fyrirtækja í formi skattafríðinda.

Fyrir 1. september 1999 var örorka metin með tilliti til getu til vinnu en er nú einungis metin útfrá læknisfræðilegum þáttum. Læknisfræðilegt örorkumat getur því haft letjandi áhrif á vinnufæra einstaklinga. Það er ljóst að fjölgun öryrkja stafar að hluta af hinu nýja örorkumati. Ungir jafnaðarmenn vilja taka aftur upp hluta af gamla matskerfinu og að í örorkumati sé tekið tillit til allra þátt, læknisfræðilegra, félagslegra og starfsorku viðkomandi. Uj telja einnig mikilvægt að opna matsferlið fyrir fleiri starfsstéttum eins og sjúkraþjálfurum og félagsráðgjöfum því í sumum tilvikum standa þeir sjúklingnum nær og þekkja aðstæður hans betur.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand