Spornum við landflótta

landflottiPISTILL Venjulegt fólk hefur misst von, trú og traust á framtíðina hér heima. Það er ótækt, þessu verður að sporna við hið snarasta, hér verður að byggja upp og bæta í stað þess að sitja með hendur í skauti.

landflottiPISTILL Venjulegt fólk hefur misst von, trú og traust á framtíðina hér heima. Það er ótækt, þessu verður að sporna við hið snarasta, hér verður að byggja upp og bæta í stað þess að sitja með hendur í skauti. Við höfum menntakerfi á heimsmælikvarða og eigum ótrúlegan auð í okkar unga fólki, og þeim auði megum við ekki glutra niður. Komum hjólum atvinnulífsins á hreyfingu, aukum trú á framtíðarmöguleika og að stöndum við bakið á þeim sem eru til í að taka slaginn með okkur hér heima. Byggjum upp opnara, heiðarlegra og virkara þjóðfélag. Í versta falli, ef ekkert verður að gert, getur ástandinu svipað til Færeyja og Finnlands á tíunda áratuginum. Hjá nágrannalöndum fluttu heilar kynslóðir í atvinnuleit, margir sem fóru komu ekki aftur. Þessu verður að sporna við.

Þeir sem verða atvinnulausir geta átt á hættu að brotna niður andlega. Því megum við ekki skera of mikið niður, heldur hugsa út fyrir kassann. Við þurfum nýsköpunarvinnu í stað atvinnuleysisbóta. Gerum þeim sem missa vinnuna kleift að leggja eitthvað af mörkum á móti bótunum, í stað þess að það mæla göturnar. Hvetjum fólk til náms meðan það leitar sér að vinnu.  Það þarf að skera niður en það má ekki skera niður framtíðina, við verðum að byggja upp andann og keyra upp bjartsýnina. Menntun, nýsköpun og heilsa verður að vera í forgangi, skerum í stað niður prjálið og óhófssemina.

Við skulum læra af reynslu nágrannalandanna og leggja enn meira í nýsköpun og menntun. Við skulum búa í haginn fyrir nýsköpunarfyrirtæki eins og Össur, Marel, CCP, o.fl. Þar sem íslenskt hugvit hefur verið virkjað vel, sem er einhver mikilvægasta auðlind okkar í dag. Hugvitstæming er minn stærsti ótti í dag, við verðum að spýta í lófanna og sporna við því. Endurvekjum traust og trú á íslenskri framtíð.

Höfundur er frambjóðandi í 3.-5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand