Sólstrandarsósíalistarnir

Ásdís Birna Gylfadóttir segir frá ferð Ungra jafnaðarmanna á jafnaðarmannamótið IUSY Festival á Möltu;.

 

Hann var galvaskur, hópurinn, sem hélt til Möltu í ágúst til að leggja stund á jafnaðarfræðin í sleikjandi sólinni á skátatjaldsvæðinu, Ghajn Tuffieha á Möltu.  Ísland og Malta eiga ýmislegt sameiginlegt; litlar eyjur við gjöful fiskimið, -þjóðir sem byggja land þar sem Evrópa endar.  Það hefur því verið spennandi frægðarför fyrir þau Ásdísi Birnu, Evu Lín, Höllu, Natan, Sigrúnu og Unni, sem voru fulltrúar Ungra jafnaðarmanna á IUSY Festival.  Við fengum að glugga í ferðadagbókina hennar Ásdísar Birnu, sem fór í sína fyrstu ferð á vegum Ungra jafnaðarmanna.

Pringles á slóðum Pitts

Með allt okkar hafurtask biðum við eftir strætó á leið okkar á tjaldsvæðið, í um 30-40 mínútur í steikjandi hita með vatn, Pringles og kirsuber. Þegar strætóinn loksins kom var hann sem betur fer nánast tómur og við gátum komið okkur og töskunum vel fyrir. Ekki leið þó á löngu þar til strætóinn fylltist af sólbaðsþyrstum ungmennum á leið á “Gullnu ströndina, sem er staðsett við endastöðina Ghajn Tuffieha.  Þess ber að geta að Brad Pitt hefur spígsporað leðurklæddur um sandana þarna, en senur úr kvikmyndinni Troy eru teknar í Ghajn Tuffieha

Trilljón tjöld og norræn nótt

Í Ghajn Tuffieha tóku við okkur trilljón tjöld sem skipt var upp í nokkur tjaldaþorp, auk stórtjalda sem hýstu fyrirlestra og vinnustofur. Stórtjöldin og tjaldþorpin hétu eftir frægum pólitíkusum og áhrifafólki, eins og Salvador Allende-tjald, Rosa Luxemburg-tjald og Gerry Zammit-þorp.

Næstu dagar einkenndust af steikjandi hita, pólitískum umræðum, áhugaverðum fyrirlestrum, nýjum vinum, skemmtilegum vinnustofum, sósíalisma og hæfilega miklu djammi.

Eitt kvöldið héldu norrænu aðildarfélögin ,,Nordic Night“ þar sem fulltrúar Norðurlandanna hittust og skemmtu sér saman. DJ Sigrún Skafta sá um tónlistina ásamt Otto frá Finnlandi og kvöldið var í heild sinni mjög vel heppnað.

Barnabarn Nasisataherforingja berst gegn fasisma

Á hátíðinni var boðið upp á alls kyns vinnustofur, fyrirlestra og pallborðsumræður.  Pallborðsumræðan ,,Just in Conflict: Struggling for Social Justice in Israel & Palestine“ var áhugaverð, þó umræðurnar hafi verið frekar einsleitar og lítið sem hafi komið á óvart vegna þess að palestínska sendinefndin komst því miður ekki á hátíðina.

Ég vissi lítið um málefni Vestur-Sahara þegar ég gekk inn í fyrirlestrartjaldið sem hýsti fyrirlesturinn ,,Western Sahara: Africa‘s Last Colony“ þar sem rætt var um möguleika Vestur-Sahara til að verða frjálst ríki og hvernig löndin í kring koma fram við Vestur-Sahara, en labbaði út af fyrirlestrinum mun fróðari en fyrr.

,,Fighting Racism and Facism“ var einkar áhugaverð pallborðsumræða þar sem Reiner Hess, ötull talsmaður gegn rasisma og fasisma í Evrópu, tók meðal annars til máls, en hann er barnabarn Nasistaherforingjans Rudolf Hess.

Aðrar áhugaverðar vinnustofur voru til að mynda ,,Cannabis: Legalize or Criminalize?“ og ,,Feminism in Development – The Bejing +20 UN Women Agenda“ en mín uppáhaldsvinnustofa var án alls efa ,,Feminism in pop culture“ sem var stjórnað af tveimur fulltrúum Íslands; Sigrúnu Skaftadóttur og Unni Flóvenz. Þar var okkur skipt í tvo hópa og hvor hópur fékk tvö málefni til að tala um. Flokkarnir voru femínismi í tónlist, auglýsingum, kvikmyndum og pólitík.

Við kvöddum IUSY hátíðina fróðari, tanaðri og vinafleir, en við Eva græddum haug af norskum vinum! Við erum þakklát fyrir ótrúlega vel heppnaða hátíð og hlökkum til að sækja þá næstu.

Yfir og út!        

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand