Snúum okkur að frumvarpinu

Það er orðið ljóst að það verður atkvæðagreiðsla um fjölmiðlalögin svokölluðu. Það er alveg sama hversu mikið menn tala um neitunarvald, málskotsrétt eða synjunarvald forseta, þá fáum við að ráða hvernig þetta mál endar að lokum. Það er ekki svo algengt að við fáum að kjósa um algeng mál svo að ég hvet alla til að kynna sér málið vel og taka afstöðu út frá þvi. Það er orðið ljóst að það verður atkvæðagreiðsla um fjölmiðlalögin svokölluðu. Það er alveg sama hversu mikið menn tala um neitunarvald, málskotsrétt eða synjunarvald forseta, þá fáum við að ráða hvernig þetta mál endar að lokum. Það er ekki svo algengt að við fáum að kjósa um algeng mál svo að ég hvet alla til að kynna sér málið vel og taka afstöðu út frá þvi.

Þung orð
Allir þekkja umræðuna og lætin sem hafa skapast í kringum þetta mál. Davíð hefur haldið því fram að allir starfsmenn Norðurljósa gangi erinda eigenda sinna. Félagsmálaráðherra veifar DV í þingsal segir okkur það vera til marks um það ástand sem ríki á íslenskum fjölmiðla markaði. Sturla telur að fjölmiðlar hafi verið að gangrýna Davíð svo mikið að það væri alveg komin tími til að setja lög á liðið og svo er Hannes Hólmsteinn að tapa sér í sínu ímyndaða valdaráni. Við höfum heyrt þetta allt saman. Sífellt heyrum við tugguna um að þessi og hinn fjölmiðlamaðurinn sé að ganga erinda eigenda sinna og er þetta ein af aðal ástæðum fyrir lögunum þó svo stjórnarliðar vilja kalla þetta lög sem eiga að stuðla að aukinni fjölbreytni eða einhverri annarri klisju.

Ein vitleysan
Eitt af því sem að mér finnst svo vitlaust við þessa löggjöf er að allir fjölmiðlar eru settir undir sama hattinn. Það eru ekki bara fréttfíklarnir sem að nota sér fjölmiðlana heldur er fullt af fólki þarna úti sem hefur litlan sem engan áhuga á fréttum og fréttatengdu efni. Það er nú bara einfaldlega þannig að sumir fjölmiðlar geta ekki verið að ganga erinda eins né neins. Alveg sama hversu fýlan á Davíð er mikil þá eru þeir bara þannig í eðli sínu

Hagsmunagæsla Sveppa og Audda
Langflest það efni sem sýnt er í sjónvarpi hefur ekkert með svokallaða ,,hagsmuni” eigenda að gera. Tvær af vinsælli sjónvarpstöðvum landsins skjár 1 og Popptíví geta nú varla verið að gæta hagsmuna eigenda sinna. Þeir koma sínum skoðunum hvergi á framfæri í miðlinum og engin er fréttastofan til að stjórna enda hljóta t.d eigendur Skjás 1 að hafa viðskiptalega hagsmuni af fjárfestingu sinni í þessum ágæta miðli. Á Popptíví eru Auddi og Sveppi hvað vinsælastir. Ætli þeir séu kannski bara sífellt með Bónusfeðga í huga þegar þeir eru að framleiða sína þætti eða var kannski Skjás eins liðið alltaf með sitt fólk í Djúpu lauginni? Nei auðvitað ekki. Það kemur mér bara nákvæmlega ekkert við það hver á slíkar stöðvar. Mig varðar bara ekkert um það hver það er sem sýnir mér bandaríska raunveruleikaþætti, Friends og enska boltan á meðan þeir eru á dagskrá almennt. Það hefur bara ekkert með hagsmuni eigendana að gera aðra en viðskiptalega hagsmuni. Menn verða að gera sér grein fyrir því að fjölmiðill og fréttafjölmiðill er bara ekki það sama. Með því að setja slík lög eru þeir um leið að takmarka það hverjir mega útvarpa öðru efni en fréttum. Við höfum samkeppnislög sem duga alveg til að halda samkeppni á þessum markaði eins og öðrum markaði. Lög um ritstjórnarlegt frelsi

Leyfum þeim að reka miðil
Það væri kannski sniðugast að leyfa þessari blessuðu ríkisstjórn að reka eins og eina sjónvarpstöð í smá tíma. Þeir myndu kannski sjá það að er ekki sérlega góður buissness að reka fjölmiðil í 300 þúsund manna samfélagi þegar yfirvaldið ætlar að banna sterkustu aðilunum að reka fjölmiðil. Af tveimur kostum myndi ég frekar sjá fjölmiðla sem reknir eru af efnamönnum en fjölmiðla sem sífellt eru á hausnum.

Þess vegna held ég að það ríkistjórnin dragi málið til baka og reyni að einbeita sér að lögum um gegnsægi og ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla eins og nokkrir þingmenn Samfylkingar lögðu til í þingsályktunartillögu á nýafstöðnu þingi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand