Firring forseta Alþingis

Fjölmiðlamálið svokallaða gengur út á það að valdaklíka Davíðs Oddssonar gerði tilraun til að misnota ríkisvaldið til að ná sér niðri á ímynduðum óvinum sínum. Þeir ætluðu að slá tvær flugur í einu höggi með framlagningu ritskoðunarlaganna og ná að þagga í leiðinni niður í eitthvað af gagnrýnendunum á landsstjórn Sjálfstæðisflokksins sem nú hefur setið í rúm 13 ár. En þeir kalla það reyndar ekki gagnrýni heldur heilaþvott og árásir. Það er nú allt álitið sem þeir hafa á þjóðinni að hana megi heilaþvo og slíkt er ofmatið á sjálfum sér að telja alla gagnrýni óréttmæta og hluta af samsæri gegn sér. Geta merkin um valdþreytu og firringu æðstu ráðamanna þjóðarinnar orðið mikið skýrari? Fjölmiðlamálið svokallaða gengur út á það að valdaklíka Davíðs Oddssonar gerði tilraun til að misnota ríkisvaldið til að ná sér niðri á ímynduðum óvinum sínum. Þeir ætluðu að slá tvær flugur í einu höggi með framlagningu ritskoðunarlaganna og ná að þagga í leiðinni niður í eitthvað af gagnrýnendunum á landsstjórn Sjálfstæðisflokksins sem nú hefur setið í rúm 13 ár. En þeir kalla það reyndar ekki gagnrýni heldur heilaþvott og árásir. Það er nú allt álitið sem þeir hafa á þjóðinni að hana megi heilaþvo og slíkt er ofmatið á sjálfum sér að telja alla gagnrýni óréttmæta og hluta af samsæri gegn sér. Geta merkin um valdþreytu og firringu æðstu ráðamanna þjóðarinnar orðið mikið skýrari?

Þeir vildu afnema prentfrelsi – rétt okkar til að prenta og gefa út skoðanir okkar
Árni Magnússon, vonarpeningur Framsóknarflokksins, réttlætti lagasetninguna með því að veifa skopmyndum DV af forsætisráðherra í ræðustól Alþingis. Vill Árni þá banna t.d. Sigmund í Morgunblaðinu ef í ljós kæmi að hann væri Samfylkingarmaður? Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins, sagði í útvarpsviðtali að það þyrfti að setja lög því það væri hættulegt fyrir þjóðina ef Davíðs Oddsson væri gagnrýndur of mikið. Hvað geta það þá annað verið en ritskoðunarlög? Svona tala menn bara í einræðisríkjum þriðja heimsins. Í hvaða landi heldur Sturla að hann búi? Og Davíð sjálfur vildi setja lög um að ríkið skyldi ákveða hverjir fengju að gefa út dagblöð. Hann bendir á stríðsfyrirsagnir um sjálfan sig og heldur því fram að starfsmenn Norðurljósa gangi algjörlega og eingöngu erinda eigendanna. Hann segir að forseti Íslands sé að ganga erinda einkavina sinna með því að leyfa þjóðinni að taka afstöðu til ritskoðunarlaganna. Svona hugsar Davíð.

Halldór Blöndal hefur uppi ósmekkleg orð
Nýjasta fréttin í málinu eru viðbrögð Halldórs Blöndal, forseta Alþingis, við ákvörðun forseta Íslands að leggja ritskoðunarlögin í dóm þjóðarinnar. Hann kallar hana „árás á þingræðið“ og „krefst þess að forsetinn rökstyðji ákvörðun sína betur.“
Halldór þessi Blöndal var einmitt köttur í bóli bjarnar á ríkisráðsfundi fyrr í vor sem haldinn var án vitundar oddvita ríkisráðs, Ólafs Ragnars Grímssonar. Halldór Blöndal er svo stoltur af þeirri óhæfu að hafa sniðgengið þjóðkjörinn forseta Íslands að hann er með myndina af sér við háborðið á fundinum til sýnis á skrifstofu Alþingis. Halldór Blöndal kann greinilega ekki að skammast sín miðað við þau ummæli sem hann leyfir sér að hafa uppi um forsetann okkar. En það vissum við kannski fyrir og svona hroki eins hann sýnir með þessum orðum sínum hlýtur að hitta hann sjálfan fyrir á endanum.

Þetta er ekki á ykkar valdi
Eitt er það þó sem enginn þessara manna virðast skilja, en það er það að lýðræðið er ekki þeirra eign og skiptimynt. Lýðræðið er mitt og þitt og okkar allra. Þeim er bara treyst fyrir því tímabundið. Það traust er brostið. Hvernig er það hægt að þegar að þjóðin á að fá sjálf að leysa úr málinu þá er það kallað „árás á þingræðið?“ Þessir menn þykjast geta ráðskast með löggjafarvaldið eins og þeim sýnist og beitt því gegn andstæðingum sínum og gagnrýnendum. Meðan ég er að skrifa þessa grein þá heyri ég í útvarpinu að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson séu þegar byrjaðir að skrifa frumvarp um breytingar á stjórnarskránni með það fyrir augum að fella burt málskotsrétt forsetans. Er valdhroka og firringu þessara manna engin takmörk sett? Þurfum við að fara að fá inngrip siðaðra nágrannaþjóða okkar til að valdamennirnir hér hagi sér sómasamlega og hætti að umgangast lýðræðið eins og sína einkaeign. Er furða að maður spyrji?

En þeir munu ekki hafa erindi sem erfiði. Við munum verja hér tjáningarfrelsið með kjafti og klóm.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand