Skólagjöld við Háskóla Íslands eru ekki lausnin

Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu undanfarið um að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands, til að ráða fram úr þeim rekstrarvanda sem þessi stofnun býr við. Einkareknu háskólarnir fá styrki frá ríkinu til jafns við Háskóla Íslands, og rukka auk þess skólagjöld. Skiljanlegt er því að Háskóla Íslands finnist að sér vegið, og stjórnendur þess vegna leitandi leiða til að bæta rekstrargrundvöll sinn. En hver ber ábyrgðina á þeim slæma rekstrargrundvelli sem þessi næstum aldargamla stofnun býr nú við? Eiga nemendur að borga brúsann, eða kemur það í hlut hins opinbera að axla þessa ábyrgð? Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu undanfarið um að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands, til að ráða fram úr þeim rekstrarvanda sem þessi stofnun býr við. Einkareknu háskólarnir fá styrki frá ríkinu til jafns við Háskóla Íslands, og rukka auk þess skólagjöld. Skiljanlegt er því að Háskóla Íslands finnist að sér vegið, og stjórnendur þess vegna leitandi leiða til að bæta rekstrargrundvöll sinn. En hver ber ábyrgðina á þeim slæma rekstrargrundvelli sem þessi næstum aldargamla stofnun býr nú við? Eiga nemendur að borga brúsann, eða kemur það í hlut hins opinbera að axla þessa ábyrgð?

Sendum bara stúdentum gíró…
Bent hefur verið á að hið opinbera eigi að bera ábyrgð á slæmri stöðu Háskóla Íslands. Auka þurfi framlög til skólans í stað þess að íþyngja stúdentum meira en nú er gert. Miðað við tal ýmissa hægrimanna er það hins vegar ekki hlutverk ríkisins að tryggja aðgang allra að námi. Háskólanám tryggir betri laun og meira starfsöryggi, og því eðlilegt, að þeirra mati, að nemendur taki þátt í að greiða fyrir þá þjónustu sem þeim er veitt. Þeir nemendur sem þyrftu þess með fengju lán, og þannig yrði aðgengi allra að háskólanámi tryggt. Ríkið bæri enga ábyrgð, samkvæmt þessum málflutningi, heldur þyrftu stúdentar að bera ábyrgðina, og lausnin er: Sendum bara stúdentum gíróseðil, það leysir allan vanda.

Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum
Stundum finnst mér eins og umræðan sé á þeim nótum að þar sem engin skólagjöld eru við Háskóla Íslands, þá fylgi náminu enginn kostnaður. Þetta er ærinn misskilningur, því bóka- og fartölvukostnaður er gífurlegur. Einnig má ekki gleyma því að nemar verða af stærstum hluta atvinnutekna sinna, og þurfa því oft að taka sér framfærslulán á meðan á námi stendur. Afborganir af framfærslulánum eru nú þegar mjög íþyngjandi, þótt afborganir af skólagjaldalánum bætist nú ekki við.

Gerum okkur grein fyrir því að ef miðað er við fimm ára skólagöngu með 300 þúsund króna skólagjöldum á ári, yrði heildarupphæðin 1,5 milljón króna, að ógleymdum vöxtum og verðbótum. Er það leiðin sem við viljum að verði farin, að skuldsetja ungt fólk á þeirri forsendu að háskólanám tryggi betri laun? Ég kvíði fyrir, ef þessi leið verður farin. Er ekki líka stór hluti atvinnulausra í dag einmitt háskólamenntað fólk sem er nýskriðið úr námi?

Allt tal um að tryggja jafnrétti allra til náms með því að bjóða upp á lán fyrir skólagjöldunum, stenst ekki. Þetta leysir einfaldlega engan vanda. Verði skólagjöldum komið á, má ætla að gjöldin færu aðeins hækkandi, fremur en öfugt. Er það þróun sem við viljum sjá? Stjórnvöld verða að taka ábyrgðina í sínar hendur og tryggja aðgang allra að háskólanámi án tillits til efnahags. Einnig verður að tryggja Háskóla Íslands sambærilega samkeppnistöðu á við aðra háskóla.

Horfum til framtíðar
Það er viðurkennd staðreynd að menntun er ein besta leiðin til auka félagslegan og efnahagslegan jöfnuð. Það er leið framtíðarinnar. Skólagjöldum upp á mörg hundruð þúsund á ári hafna Ungir jafnaðarmenn algjörlega, og telja þau til þess fallin að fæla ungt fólk frá háskólanámi. Hærra menntunarstig eykur hagvöxt og lífsskilyrði, og gerir þjóðina samkeppnishæfari á alþjóðavísu. Horfum því til framtíðar, og stöndum vörð um skýlausan rétt allra til háskólanáms

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand