Skólagjöld eru ekki rétta leiðin

Nýverið gáfu yfirvöld við Háskóla Íslands í skyn að vilji þeirra sé að lög verði samþykkt á Alþingi sem gefi skólanum leyfi til að innheimta skólagjöld – allt að 300 hundruð þúsund krónur á ári hverju. Hingað til hefur öllum verið gert kleift að mennta sig án þess að greiða sérstök skólagjöld. Þetta hefur tíðkast á hinum Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Þessi stefna hefur gegnt veigamiklu hlutverki við að jafna stöðu fólks. Stefnan hefur þá sérstaklega létt byrðar af ungs fólks og þeirra einstaklinga sem eru að stofna heimili og eignast börn. Nýverið gáfu yfirvöld við Háskóla Íslands í skyn að vilji þeirra sé að lög verði samþykkt á Alþingi sem gefi skólanum leyfi til að innheimta skólagjöld – allt að 300 hundruð þúsund krónur á ári hverju. Hingað til hefur öllum verið gert kleift að mennta sig án þess að greiða sérstök skólagjöld. Þetta hefur tíðkast á hinum Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Þessi stefna hefur gegnt veigamiklu hlutverki við að jafna stöðu fólks. Stefnan hefur þá sérstaklega létt byrðar af ungs fólks og þeirra einstaklinga sem eru að stofna heimili og eignast börn.

0,5% af ríkistekjum
Ef Alþingi samþykkir lög sem heimila að HÍ innheimti skólagjöld er talað um að gjöldin yrðu allt að 300 þúsund króna á ári, sem þýðir að eftir 5 ára nám skuldi hver námsmaður 1,5 milljón króna í skólagjöld auk vaxta og verðbóta. Þessi hækkun myndi skila ríkissjóði í mesta lagi 1,4 milljarði á ári sem eru u.þ.b. 0,5% af ríkistekjum. Til samanburðar má geta að samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem fjármálaráðherra lagði nýverið fyrir fjárlaganefnd Alþingis munu sóknargjöld til þjóðkirkjunnar á næsta ári nema 1 milljarði og 431 milljón króna. Upphæðin er eins og áður sagði u.þ.b. 0,5% af ríkistekjum og er því nánast sem dropi í haf ríkissjóðs. Það ætti að vera ríkinu auðvelt að safna þessari sömu upphæð á annan hátt. Það má eflaust athuga hvort ekki megi draga úr útgjöldum ríkisins vegna ferða-, risnu- og aksturskostnaðar. Á árinu 2002 voru útgjöldin rúmlega 4 milljarðar og höfðu þá hækkað um tæpar 435 milljónir frá árinu áður sem er hækkun upp á rúm 12%.

300 þúsund í dag – enn meira á morgun
Ljóst er að 300 þúsund króna skólagjöld á ári hverju og 1,5 milljónir eftir 5 ára nám verða námsmönnum verulega íþyngjandi. Ofan á þessa upphæð bætast svo skuldir vegna framfærslulána, en með teknu tilliti til skatta getur greiðslubyrði þessara lána í dag numið allt að einum mánaðarlaunum á ári hverju. Einnig má búast við því að 300 þúsund króna skólagjöld á ári muni hækka líkt og gerst hefur í Bretalandi. Þar eru hámarksskólagjöld í Englandi, Norður-Írlandi og Wales rúmar 145 þúsund krónur á ári. Samkvæmt áformum stjórnvalda verða þessi gjöld orðin allt að 390 þúsund innan þriggja ára.

Hagsmunir samfélagsins
Það er því ljóst að ef tekin verða upp skólagjöld við Háskóla Íslands mun sú stefna lögð fyrir róða að öllum standi til boða að mennta sig án þess að greiða skólagjöld – stefna sem hefur verið höfð að leiðarljósi hér á landi. Skólagjöldin munu hækka enn meira og jafnframt er fullljóst að ef lög sem þessi verða samþykkt munu gjöldin með tímanum færast neðar í skólakerfið.

Stjórnvöld, og þá sérstaklega sá flokkur sem hefur verið með menntamálinn í 12 ár, verða að fara að opna augun að og sýna þessum málaflokki aukinn skilning. Samfélag okkar hefur augljósra hagsmuni að gæta af fjölgun fólks með góða háskólamenntun. Leiðin að því takmarki er ekki að fjársvelta Háskóla Íslands og senda síðan nemendum reikninginn. Eða viljum við kannski að eingöngu útvaldir, þ.e.a.s. hinir efnamestu, geti aflað sér góðrar menntunar?

Greinin birtist áður í Morgunblaðinu, 5. nóvember 2003

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand