Skólagjaldapólitík sjálfstæðismanna

Sú ákvörðun hæstvirts menntamálaráðherra að hækka skólagjöld í Háskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri kemur manni í raun og veru ekki á óvart. Það hefur klárlega ávallt verið ætlun Þorgerðar Katrínar ásamt hennar samflokksmönnum að leggja aukin gjöld á nemendur ríkisháskólanna þó fyrir hefðu þeir nóg með sjálfa sig. Sú ákvörðun hæstvirts menntamálaráðherra að hækka skólagjöld í Háskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri kemur manni í raun og veru ekki á óvart. Það hefur klárlega ávallt verið ætlun Þorgerðar Katrínar ásamt hennar samflokksmönnum að leggja aukin gjöld á nemendur ríkisháskólanna þó fyrir hefðu þeir nóg með sjálfa sig.

Þessi hækkun á innritunargjöldum við skólana, þó flestir ættu nú að geta séð á bakvið orðaleikinn og áttað sig á að um skólagjöld er að ræða, er há eða um 40%. Sú upphæð sem hver nemandi þarf að punga út til að geta haldið áfram námi í ríkisháskólunum verður 45.000 í stað 32.500. Þessi upphæð lítur kannski ekki út fyrir að vera há en þá verður að taka það með í reikninginn að árið 2001 hækkaði gjaldið úr 25.000 í 32.500, þannig hefur innritunargjaldið (eða skólagjaldið) hækkað úr 25.000 í 45.000 á tæpum fimm árum eða um 80%. Ennfremur þarf að átta sig á því að þessi gjöld eru ekki lánshæf hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) og það er því ansi þungur róður fyrir nemendur að borga þessa upphæð af sumartekjum sínum, sem mega ekki vera háar ef lán þeirra hjá LÍN eiga ekki að skerðast til mótvægis við það.

Þetta sýnir í hnotskurn stefnu stjórnvalda í háskólamálum og hvernig menntamálaráðherra kemur fram við nemendur sem eru að reyna að afla sér menntun og þannig eiga þátt í að gera samfélagið samkeppnishæfara með auknu menntunarstigi þjóðarinnar. Líklegt þykir manni að tillögur komi innan tíðar frá öðrum stjórnarflokknum um að aukin skólagjöld eigi að setja á nemendur ríkisháskólanna og þannig í raun letja fólk frá því að sækja sér menntun og eiga möguleika á aukinni hagsæld. Hækkunin á þessum gjöldum eru að öllum líkindum því miður aðeins enn eitt skrefið í að ein helsta ósk Sjálfstæðismanna verði að veruleika, sem er að hundruð þúsunda skólagjöld verði við lýði. Stjórnvöld líta greinilega menntun ekki meiri og stærri augum en þetta og niðurstaðan verður sú að skólagjöld verða arfleifð stjórnarflokkanna fyrir fólk sem hugsar sér að sækja nám í Háskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands eða Háskólann á Akureyri.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand