Þar sem ég kem frá sveitafélaginu Álftanesi, sem nýlega var skipað fjárhagsstjórn, hef ég einstaklega mikinn áhuga á málefnum sveitafélaga og framtíð þeirra.
Þar sem ég kem frá sveitafélaginu Álftanesi, sem nýlega var skipað fjárhagsstjórn, hef ég einstaklega mikinn áhuga á málefnum sveitafélaga og framtíð þeirra.
Kristján Möller samgönguráðherra hefur boðað víðtæka og róttæka breytingu á skipulagi sveitafélaga þar sem mikil sameiningartörn á að fara fram. Samgönguráðuneytið hefur viðrað hugmyndir um að ekkert sveitafélag sé undir 4000 íbúum, að Höfn í Hornafirði undanskilinni.
Glöggir menn sjá strax að sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu líkt og Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Álftanes munu ekki hljóta sjálfsstjórnarrétt ef þessum hugmyndum verður hrint í framkvæmd. Margir bregðast ókvæða við og mótmæla af lífs og sálar kröftum. Ég finn mikið fyrir þessari andspyrnu á meðal sveitunga minna þar sem það verður eflaust fyrsta sveitafélagið til að sameinast öðru, enda er það án efa í dýpsta forarpitt sem þekkist hér á landi.
Sjálfur tek ég hugmyndum ráðherra fagnandi þar sem að sameiningin dregur úr þeirri ómögulegu hugmyndafræði sem felur í sér samkeppni á milli sveitafélaga. Þegar að kemur á mælingu gæða grunnþjónustu sveitafélaga tróna þar örfá risastór sveitafélög líkt og Reykjavík og Akureyri. Þegar að sveitafélög eru ósamkeppnishæf endar það í fólksflótta líkt og víða á landsbyggðinni eða undanskotum verkefna líkt og í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Með öflugri sameiningu má breyta svokölluðum svefnbæjum og iðjulausum landsbyggðarplássum í iðandi kjarna með efldu hverfaskipulagi.