Sjónarhorn Norðlendings

,,Fyrir liggur að Vaðlaheiðargöng séu ekki einungis þjóðhagslega arðsöm framkvæmd og tæknilega framkvæmanleg, heldur hefði hún mikil og jákvæð samfélagsleg áhrif.“ Segir Lárus Heiðar Ásgeirsson í pistli dagsins.

Í umræðunni um Vaðlaheiðargöng, bæði í hefðbundnum fjölmiðlum sem og í bloggsíðum landans, hefur mér þótt að nokkuð lítið um skilning á framkvæmdinni. Þegar nánar er að gáð stafar þessi slagsíða ekki af hatri fólks á göngunum sem slíkum, né óskum þess um að engar framkvæmdir eigi sér stað utan þeirra heimahaga. Þess misskilnings hefur einfaldlega gætt að Vaðlaheiðargöngin eigi ekki rétt á sér, vegna þess að það er verið að ræða hugsanlega lagningu Sundabrautar. Sundabrautin er eins og Vaðlaheiðagöng, þörf samgöngubót sem best er að ráðast í sem allra fyrst. En það er einn regin munur á þessum tvemur framkvæmdum. Vaðlaheiðargöngin hafa verið í undirbúingi á vegum Eyþings, sem og á vegum Greiðrar leiðar ehf., fyrirtækis sem Eyþing (samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum) stofnaði til að hefja rannsóknarvinnuna sem vinna þarf áður farið er í framkvæmd sem þessa.
Þess vegna langar mig stuttlega að benda á mikilvæga staðreynd um þessi göng, á síðustu árum hefur markvisst verið unnið að undirbúningi að gerð Vaðlaheiðarganga og fyrirliggja ítarlegar upplýsingar um málið. Fyrir liggur að Vaðlaheiðargöng séu ekki einungis þjóðhagslega arðsöm framkvæmd og tæknilega framkvæmanleg, heldur hefði hún mikil og jákvæð samfélagsleg áhrif. Þegar upplýsingar sem þessar hafa legið fyrir hafa norðanmenn upplýst samgönguyfirvöld sem og þingmenn kjördæmisins um niðurstöður málsins. En það hefur frá upphafi legið fyrir að ekki verði ráðist í þessar framkvæmdir nema með aðkomu ríkisins. Að auki eru Vaðlaheiðargöng á Samgönguátælun 2007-2010, upphafleg ósk Greiðrar leiðar ehf. var að framkvæmdir hæfust 2007 og yrði lokið 2010, á því verður seinkun en engu að síður fagna íbúar þessa svæðis fyrirhuguðum göngum. Enda hefur komið fram í skoðanakönnun Capacent sem gerð var á undirbúningstímanum að 92% íbúa svæðisins telja mikilvægt að jarðgöng verði gerð undir Vaðlaheiði.
Það væri óskandi ef að stuðningsmenn Sundabrautar myndu taka sér forgöngumenn Vaðlaheiðaganga til fyrirmyndar og tækju af skarið, rannsökuðu og reiknuðu, því þannig hefjast nefnilega framkvæmdir – með forvinnu, þær hefjast ekki í sófasettinu hjá spjallstjórum landsins. Þess vegna voru Vaðlaheiðargöng framar á listanum en Sundabraut, þar var undirbúningsvinnan komin langt á veg, ólíkt því sem að gert hefur verið á höfuðborgarsvæðinu, þar sem nýjar hugmyndir um það hvar brautin eigi að liggja koma fram svo gott sem vikulega. Ef til vill er það kostur fyrir okkur landbyggðarplebbana, að okkar mál fá sjaldnast mikla umræðu í stóru fjölmiðlunum – þar hefjast nefnilega engar framkvæmdir. Framkvæmdir hefjast með forvinnu, þessvegna voru Vaðlaheiðargöng skrefi framar en Sundabraut.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand