Ekki halda áfram í Helguvík

,,Ekki bara hafa Ungir jafnaðarmenn og samtök umhverfissinnaðra jafnaðarmanna, ályktað gegn því heldur hafa þingmenn og ráðherrar lýst andstöðu sinni.“ Segir Anna Pála Sverrisdóttir formaður UJ. Framkvæmdir geta ekki haldið áfram við álver í Helguvík. Þetta er nákvæmlega svo einfalt. Það eru svo margir endar lausir að hvort sem litið er á framkvæmdina út frá sjónarhóli stjórnsýslu eða viðskipta, blasir við að framkvæmdir núna eru skammsýni – slæm stjórnsýsla og illa undirbúinn bissness. Fjármálaráðherra og bankastjóra Landsbankans er alveg sama og hvetja Íslendinga til að pissa í skóinn sinn.

Tvennt er í veginum varðandi álver í Helguvík. Í fyrsta lagi er ekki búið að afla orku nema í mesta lagi fyrir fyrsta áfanga. Enginn veit hvaðan viðbótarorkan á að koma því nágrannasveitarfélögin vilja nýta sínar orkulindir sjálf og Landsvirkjun ætlar ekki að bjarga málum. Í öðru lagi er ekki búið að afla kvóta fyrir mengunina sem myndi koma frá þessu álveri.
Álver í Helguvík er gegn vilja Samfylkingarinnar. Ekki bara hafa Ungir jafnaðarmenn og samtök umhverfissinnaðra jafnaðarmanna, ályktað gegn því heldur hafa þingmenn og ráðherrar lýst andstöðu sinni. Iðnaðarráðherra og utanríkisráðherra hafa bæði sagt að ef eitt álver eigi að rísa í viðbót yrði það betur komið við Húsavík. Ísland á bara pláss fyrir mengun frá einu litlu álveri í viðbót. Þess vegna værum við að pissa í skóinn með því að ryðjast í óundirbúnar framkvæmdir í Helguvík undir því yfirskini að redda efnahagslægð. Áhrifin á efnahaginn eru umdeilanleg og sterk rök fyrir að þau yrðu neikvæð. En þegar allt kemur til alls skiptir mestu að við horfum til framtíðar í atvinnuuppbyggingu.

Ungir jafnaðarmenn eru raunar á móti frekari uppbyggingu mengandi áliðnaðar á Íslandi. Mér finnst sjálfsagt að segja frá því um leið og ég útskýri af hverju framkvæmdir geta ekki haldið áfram í Helguvík, hvort sem menn eru hlynntir álveri eða ekki.

Að lokum vil ég spyrja: Af hverju liggur svona ofboðslega á? Þolir álver í Helguvík ekki bið eftir því að við sjáum hvort forsendur séu fyrir byggingu þess?

                                           Greinin birtist í Fréttablaðinu í dag, 19. mars 2008

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand