Davíð er stíflan í kransæð þjóðarinnar

Formaður bankastjórnar Seðlabankans, Davíð Oddsson, hefur iðulega hleypt öllu í bál og brand með ummælum sínum, í stað þess að lægja öldur og stuðla að stöðugleika eins og seðlabankastjórar eiga að gera. Hann situr nú sem fastast og kemur í veg fyrir löngu tímabærar umbætur sem ekki verður beðið eftir mikið lengur.

Davíð Oddsson

LEIÐARI Seðlabanki Íslands nýtur ekki trausts, hvorki innanlands né utan. Bankinn og stefna hans er rúin allri virðingu. Ábyrgðina ber æðsti yfirmaður stofnunarinnar: Davíð Oddsson. Davíð Oddsson

LEIÐARI Seðlabanki Íslands nýtur ekki trausts, hvorki innanlands né utan. Bankinn og stefna hans er rúin allri virðingu. Ábyrgðina ber æðsti yfirmaður stofnunarinnar: Davíð Oddsson.

Formaður bankastjórnar Seðlabankans, Davíð Oddsson, hefur iðulega hleypt öllu í bál og brand með ummælum sínum, í stað þess að lægja öldur og stuðla að stöðugleika eins og seðlabankastjórar eiga að gera.

Undanfarna mánuði hefur vantað verulega upp á að Seðlabankinn starfaði með Ríkisstjórninni í viðbrögðum sínum við fjármálakreppunni. Það hefur blasað við öllum að þar hefur ekki ríkt traust á milli.

Þetta eru ástæðurnar fyrir því að ríkisstjórnin sem nú situr hefur verið reiðubúin að skipta um yfirstjórn Seðlabankans. Blind foringjahollusta Sjálfstæðismanna við hinn æra formann kom þó í veg fyrir að svo gat orðið undir forsæti Geirs Haarde. Kröfur um breytingar komu eingöngu frá Samfylkingunni.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fór fram á það við seðlabankastjórana að þeir vikju til að greiða fyrir þeirri breytingu, sem gerð yrði hvort sem væri. Einn þeirra, Ingimundur Friðriksson, hefur orðið við því og beðist lausnar. Hinir ætla sér að standa í vegi fyrir nauðsynlegum umbótum á fjármálakerfi þjóðarinnar. Þeirra eigin hagsmunir eiga að koma ofar hag landsmanna allra.

Sem betur fer hefur Jóhanna Sigurðardóttir borið gæfu til að pukrast ekki með ásetning sinn. Það er rétt að umræðan um framtíð okkar allra fari fram fyrir opnum tjöldum. Skiljanlega pirrar það Sjálfstæðismenn óheyrilega því þeir eru vanir að halda því leyndu sem þeim sýnist og koma óheiðarlega fram með ásetning sinn í mörgum málum. Nægir að nefna „sparnaðaraðgerðir“ við Skt. Jósefs spítala Róberti Wessman til handa sem dæmi.

Það er rétt hjá Davíð Oddssyni, sem hann skrifaði í bréfi til Jóhönnu Sigurðardóttur í gær, að æskilegt er að breytingar á lögum um Seðlabankann séu sem vandaðastar og að sem víðtækust sátt náist um þær. En skiljanlega getur engin sátt orðið um neitt er varðar Seðlabankann meðan svo umdeildur maður situr þar við stjórnvölin.

Breyting á yfirstjórn Seðlabankans er forsenda þess að endurreisa traust á bankanum og auka þar með trúverðugleika hagstjórnarinnar og íslensks efnahagslífs. Sjálfstæðismönnum er hins vegar í mun að allar umbætur bíði fram yfir kosningar svo þeir eigi möguleika á að eigna sér heiðurinn. Umbætur þurfa að fara fram strax, eftir þeim verður ekki beðið mikið lengur. Þjóðin er búin að fá nóg af bið eftir Sjálfstæðisflokknum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand