Sjálfstæðismenn hugsa um sjálfa sig

Hvers vegna fer fólk út í pólitík?, spyr  Sema Erla Serdar, alþjóðafulltrúi UJ í grein dagsins. Sema sat þing UNR fyrir hönd UJ og deildi við unga íhaldsmenn um stuðning við mannréttindabaráttu Palestínumanna.

Hvers vegna fer fólk út í pólitík? Er það ekki til þess að nota hvert tækifæri sem gefst til þess að gera heiminn aðeins betri en hann er?

Á þingi Norðurlandaráðs æskunnar sem fram fór helgina 24.-27. október síðastliðinn í Esbo, Finnlandi, lögðu meðlimir FNSU (Samtök ungra jafnaðarmanna á Norðurlöndum) fram ályktun um deilu Ísraelsmanna og Palestínumanna. Ályktunin var vönduð og fjallaði meðal annars um tveggja ríkja lausn og fordæmdi ofbeldi gagnvart hinum almennum borgurum beggja þjóða. Auk þess bentu ungir jafnaðarmenn á að lýðræði sé rétta leiðin til friðar í Miðaustrinu.
Ástandið í Palestínu er flestum kunnugt og nauðsynlegt að taka afstöðu í málinu til að stuðla að friði. Ungir jafnaðarmenn á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndum láta sig þetta varða og taka skýra afstöðu í málinu. Við leggjum áherslu á að nauðsynlegt sé að koma á friði sem fyrst í deilu sem hefur staðið yfir í sextíu ár.

Það er augljóst að Ísraelsmenn hafa yfirhöndina í deilunni. Þeir hernámu landsvæði Palestínumanna og beita Palestínumenn daglega ótrúlegri kúgun. Virðing fyrir grundvallarmannréttindum Palestínumanna, alþjóðalögum eða gefnum loforðum er engin. Meðan alþjóðasamfélagið beitir sér ekki til hjálpar, verður ástandið stöðugt verra. Nýjar kynslóðir Palestínumanna og Ísraela alast upp við brenglaðar aðstæður sem bjóða ekki upp á annað en meiri öfgar og meiri grimmd.

Það hafa ekki allir áhyggjur af gangi mála. Alþjóðafulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem er auk þess meðlimur í Sambandi ungra Sjálfstæðismanna, var staddur á þinginu og skýrði greinilega frá afstöðu þeirra. Þeim þykir ástandið ekki nógu alvarlegt til þess að það sé tekið fyrir á þingi Norðurlandaráðs æskunnar. Þar sem fleiri en fimmtíu framtíðarstjórnmálamenn frá öllum Norðurlöndunum voru saman komnir.

Ungir íhaldsmenn vildu að málið yrði tekið af dagskrá án umræðu þar sem það kæmi Norðurlandasamstarfi ekki við á neinn hátt. Ég er ósammála honum og finnst forgangsröðun hans röng. Hver sá sem hefur snefil af réttlætiskennd eða hugsjón ætti að nota hvert tækifæri sem gefst til að koma málefnum Palestínu á dagskrá. Deilan milli Ísraela og Palestínumanna kemur okkur við. Norðurlöndin eiga að beita sér sameiginlega í stórum málum á alþjóðavettvangi. Það gefur meiri slagkraft.

Alþjóðasamfélagið er greinilega ekki mikilvægt í hugum Sjálfstæðismanna. Svo lengi sem málin hafa ekki bein áhrif á þá sjálfa fá þau ekki framgang. Það er til háborinnar skammar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand