Ný stjórn í Hafnarfirði

UJ í Hafnarfirði kaus nýja stjórn á aðalfundi félagsins á laugardagskvöldið. Fundurinn sendi frá sér þrjár ályktanir um kosningar í vor, velferðarkerfi Hafnarfjarðarbæjar  og uppbyggingarverkefni fyrir unga, atvinnulausa Hafnfirðinga.

Aðalfundur UjH var skemmtilegur og fluttu þau Dagur B. Eggertsson, Guðmundur Steingrímsson og Katrín Júlíusdóttir góðar ræður, að því er kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þá var Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði gerður að heiðursfélaga.

Fundurinn sendi frá sér þrjár ályktanir sem sjá má hér neðar.

Stjórn UjH
Formaður: Valgeir Helgi Bergþórsson
Varaformaður: Júlía Margrét Einarsdóttir
Ritari: Hilda Guðný Svavarsdottir
Gjaldkeri: Jón Grétar Þórsson
Marskálkur: Jón Steinar Guðmundsson
Lýðræðis- og jafnréttisleiðtogi: Sverrir B. Torfason
Fjórir meðstjórnendur: Aðalsteinn Kjartansson, Anna Lovísa Þorláksdóttir, Björn Guðmundsson og Jóhann Jean Ingimundarson

Önnur embætti:

Þriggja manna ritstjórn Mírs/Mir.is: Valgeir Helgi Bergþórsson, Jón Steinar Guðmundsson, Margrét Gauja Magnúsdóttir
Menningarfulltrúi: Anna Lovísa Þorláksdóttir
Lögsögumaður: Bergþór Sævarsson
Alþjóðafulltrúi: Valgeir Þórður Sigurðsson

Út með sukkið!
Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði harma það ástand sem skapast hefur í efnahagsmálum þjóðarinnar. Ljóst er að einkavæðing bankanna var ekki framkvæmd með réttum hætti, það regluverk sem í kringum fjármálafyrirtæki voru ófullnægjandi, eftirlit með fjármálafyrirtækjum máttlaust og gjaldmiðillinn ónýtur. Þetta er arfur sem fyrri ríkisstjórnir Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins létu eftir sig. Sú taumlausa græðgi sem átti sér stað í kjölfarið, og afleiðingar hennar eru hörmulegar. Almenningur þarf nú að taka á sig gríðarlegar fjárhagslegar byrðir um ókomna framtíð, ekki bara með erlendum lánum vegna ónýts gjaldmiðils og Ice-Save klúðrinu heldur einnig með óðaverðbólgu og atvinnuleysi.

Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði krefjast þess að þeir sem settu þjóðina í þessa stöðu verði settir af tafarlaust og látnir svara til saka. Ungir jafnaðarmenn skora á ríkistjórnina að hefja það starf með því að reka Davíð Oddsson aðalbankastjóra Seðlabankans hið fyrsta, enda er enginn sem ber jafn mikla á á stöðunni eins og hann.

Til þess að friður megi ríkja um starfsemi ríkisstjórnar Íslands telja Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði að boða verði til kosninga á vormánuðum. Þannig geti ný ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar hafið það uppbyggingar starf sem nauðsynleg er eftir þvílíkt hrun sem orðið hefur. Sú nýja ríkisstjórn hafið það að leiðarljósi að undirbúa umsókn og sækji um aðild að Evrópusambandinu. Kjósendum verði svo gefinn kostur á að kjósa um samninginn hið fyrsta.

Staðið vörð um velferðarkerfi Hafnarfjarðar
Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði skora á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að standa vörð um það velferðarkerfi sem Samfylkingin hefur byggt í kringum börn, unglinga og ungt fólk síðustu sex árin. Hafnarfjarðarbær hefur í stjórnartíð Samfylkingarinnar lagt ríka áherslu á að búa yngri kynslóðum í bænum aðstæður til að blómstra í faglegu og trausti starfi óháð efnhag fjölskyldanna. Reynsla Finnlands af krepputíð sinni sýnir ljóslifandi að skerðing á þjónustu við börn, unglinga og ungt fólk er ávísun á hrikalegar og kostnaðarsamar aðgerðir síðar meir.

Því skorar UjH á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að gefa frekar í ef eitthvað er á víðsjáverðum tímum.

Uppbyggingarverkefni fyrir atvinnulaust fólk í Hafnarfirði
Aðalfundur UjH fer fram á við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að fara af stað með uppbyggingarverkefni fyrir atvinnulaust ungt fólk í Hafnarfirði.

Ungt fólk sem er að fóta sig út á hinum almenna vinnumarkaði stendur höllum fæti – bæði hvað varðar starfsöryggi og það að hefja sinn starfsferill með uppsagnarbréfi í farteskinu. Án efa kemur það illa við sjálfsmynd og brýtur niður vonir og væntingar til bjartrar framtíðar, því er aldrei mikilvægar en nú að hlúa að þessum hóp á uppörvandi og uppbyggilegan hátt því unga fólkið eru fánaberar hins nýja Íslands.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand