Samgöngur á betri veg

Forysta Sjálfstæðisflokks andvíg gjaldfrjálsum leikskólaVert er að rifja upp afstöðu menntamálaráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, til gjaldfrjáls leiksskóla. Ég ræddi gjaldfrjálsan leikskóla á Alþingi fyrir tveimur árum síðan og spurði menntamálaráðherra að því hvort hún teldi þá leið koma til greina. Ráðherrann hafnaði gjaldfrjálum leiksskóla með þeim orðum að það væru “engar efnahagslegar forsendur fyrir því að gera leikskólann gjaldfrjálsan.”

Hringbrautin var slys og ábyrgð R listans er þar mikil. Það voru mistök af fulltrúum Samfylkingar í borgarstjórn að rífa þessa gömlu hugmynd Sjálfstæðismanna upp með rótum og sá nýjum fræjum. En mistökin eru til að læra af þeim, reynsla er þegar allt kemur til alls að þekkja mistök sín þegar maður hefur gert þau.

Og Dagur B Eggertsson hefur lært af þessum mistökum. Við höfum nú frammi fyrir augunum lifandi dæmi um það hvernig risavaxin umferðarmannvirki geta skemmt umhverfi sitt og eyðilagt möguleika á mannvænlegu umhverfi. Nú gefst okkur tækifæri til að heimfæra þessa reynslu upp á næstu samgönguverkefni borgarinnar og eru þau ærin. Dettur nokkrum manni í hug að mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut – Miklubraut verði eitthvað kræsilegri en Hringbrautin nýja? Verður það meira aðlaðandi staður til að fara um þegar þriggja hæða brýr með afreinum og aðreinum upp og niður tugi metra rís á lófastórum bletti? Okkur væri nær að læra af mistökunum.

Strategía Samfylkingarinnar er skýr og vönduð. Hún er ekki einföld eða einfeldningsleg. Hún byggist ekki á einnar framkvæmdar lausn. Hún snýst heldur ekki um að framkvæma hugsunarlaust heldur er kjarninn einmitt að hlusta, hugsa og framkvæma í takt. Beita breytingum á kerfum, hegðun og svo mannvirkjum til að nálgast lausnina.

Þétting byggðar er tæki til að minnka umferð því að þeir sem búa þétt eiga færri bíla og nota þá minna einfaldlega vegna þess að þeir þurfa þess ekki. Í stað þarfar til að ferðast kemur lausn á ferðaþörfinni. Þetta er staðreynd og birtist í því að íbúar miðborgar og Vesturbæjar eiga helmingi færri bíla á íbúð en meðal Reykvíkingur og fara fleiri ferða sinna með öðrum ferðamáta svo sem gangandi eða hjólandi.

Að göturnar afkasti ekki bílafjöldanum er það sem brennur mikið á fólki því það veldur töfum. Að vísu má segja sem svo að teppurnar í Reykjavík séu engar teppur. Tveir umferðarverkfræðingar, annar frá Bandaríkjunum og hinn frá Danmörku hafa komið hingað til lands og töluðu á ráðstefnu um umferðina í borginni sagðist hvorugur hafa séð meintar teppur. Þeir sæju að stundum væru göturnar ekki auðar en annað ekki. En við erum Íslendingar og kunnum því best að bíða ekki og því þurfum við lausnir á okkar vandamálum eins og við skilgreinum þau.

Vandinn felst fyrst og fremst í því að aðgönguleiðirnar að stóru atvinnusvæðunum og íbúðarsvæðunum eru of fáar. Þess vegna leggur Samfylkingin áherslu á að fjölga leiðunum sem fólk getur ekið frekar en að geta komið fleirum um sömu gatnamótin. Öskjuhlíðargöng og Sundabraut eru það sem öllu máli skipta. Þessar lausnir þarf svo líka að hugsa með tilliti til næsta umhverfis en ekki dugar að troða hraðbrautum inn í íbúðahverfi.

Stefna Samfylkingarinnar er sem sagt ekki einfeldningsleg, ein stærð fyrir alla lausn heldur fylki breytinga og aðferða sem miðar að því að draga úr bílaumferð almennt, að dreifa henni þar sem hún er of mikil og ganga þannig frá að næsta umhverfi bíði ekki skaða af.

Tími hraðbrautanna er liðinn inni í borgunum því meira að segja á fæðingarstað þeirra BNA er hætt að leggja þær. Þar lærðu menn með amerísku aðferðinni að framkvæma mistökin nógu oft til að læra loks af þeim. Við erum enn skammt á veg komin og getum lært með því að gera bara ein mistök. En Sjálfstæðisflokkurinn vill eins og í svo mörgu gera hlutina með amerísku aðferðinni.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand