PISTILL Stuðningur við aðildarviðræður að Evrópusambandinu hefur sjaldan verið meiri en nú …. Getur það verið að umræðan um Evrópusambandið sé að komast af þeim villigötum sem hún hefur oftar en ekki verið á?PISTILL Samkvæmt nýrri könnun hjá Samtökum iðnaðarins hefur stuðningur við aðildarviðræður að Evrópusambandinu sjaldan verið meiri en nú, en ef marka má könnunina vilja þrír af hverjum fjórum Íslendingum taka upp aðildarviðræður, eða rúm 64%. Hvers vegna skyldi þetta vera að gerast nú? Getur það verið að umræðan um Evrópusambandið sé að komast af þeim villigötum sem hún hefur oftar en ekki verið á?
Getur það verið að Evrópusambandið hafi verið stofnað til þess að tryggja frið og hagsæld og koma í veg fyrir að seinni heimsstyrjöldin myndi endurtaka sig?
Getur það verið að markmið Evrópusambandsins séu að stuðla að friði, velferð, frelsi og virðingu fyrir mannréttindum?
Getur það verið að slagorð Evrópusambandsins séu „sameinuð í fjölbreytileika“ ?
Getur það verið að jafnréttismál hafa verið gerð að forgangsmáli hjá Evrópusambandinu? Að Evrópusambandið beiti sér fyrir því að tryggja kvenfrelsi og koma í veg fyrir að kynjamisrétti eigi sér stað á vinnumarkaði?
Getur það verið að grunvallarreglan innan Evrópusambandsins er jafnræði aðildarríkjanna?
Getur það verið að smáar þjóðir geti haft veruleg áhrif innan Evrópusambandsins?
Getur það verið að Evrópusambandið gefi mest allra til þróunaraðstoðar?
Getur það verið að Ísland missi ekki fullveldi sitt við aðild að Evrópusambandinu heldur fæli aðild raunar í sér víðtækari rétt en við höfum með EES-samningnum?
Getur það verið að Íslendingar þurfa nú þegar að taka upp þrjá fjórðu hluta þeirrar löggjafar sem felst í Evrópusambandsaðild, en hafa engin áhrif á efni hennar fyrr en þeir eru komnir inn í Evrópusambandið?
Getur það verið að sameiginlegum stofnunum Evrópusambandsins er ekki heimilt að gera upp á milli ríkja vegna pólitísks styrks, efnahagslegs vægis eða fólksfjölda?
Getur það verið að matvælaverð lækki töluvert eftir inngöngu í Evrópusambandið?
Getur það verið að þjóðir geti sagt sig úr Evrópusambandinu eins og Grænlendingar (eina þjóðin sem óskað hefur eftir slíku) gerðu árið 1985?
Getur það verið að innan Evrópusambandsins byggist úthlutun veiðiheimilda á veiðireynslu og að ekki muni allt fyllast hér af erlendum togurum eftir að við erum komin inn í Evrópusambandið?
Getur það verið að aðild að Evrópusambandinu gæti falið í sér hin ýmsu tækifæri fyrir íslenskan landbúnað?
Getur það verið að með upptöku evru myndi verðtryggingin vera úr sögunni, verðbólga eins og við þekkjum hér á Íslandi myndi ekki vera til staðar og vextir myndu lækka?
Getur það verið að í rúmlega hálfrar aldar sögu Evrópusambandsins eru engin dæmi um að gengið sé gegn mikilvægum hagsmunum einstaka ríkis við ákvarðanir og að ný aðildarríki hafa ávallt náð að verja brýnustu þjóðarhagsmuni sína í aðildarsamningum?
Getur það verið að hagsmunum Íslendinga sé best borgið innan Evrópusambandsins?
Nú er nauðsynlegt að huga að framtíð íslensku þjóðarinnar. Sú framtíð felst í aðild að Evrópusambandinu. Bíðum ekki lengur, sækjum um aðild, hefjum aðildarviðræður, setjumst við samningsborðið og berum síðan niðurstöður samninga undir þjóðaratkvæði.