Sameiningar eru ekki alltaf lausnin

Tómas Guðjónsson ritar um sameiningu framhaldsskóla.  Greinin birtist fyrst í 1. tbl Jafnra og frjálsra, málgagni Ungra jafnaðarmanna.

Illugi Gunnarsson sendi embættismenn sína norður til að tala um sameiningar við framhaldsskóla á Norðurlandi núna fyrir stuttu. Núna hefur ráðherra dregið þetta til baka af einhverju leyti í bili að minnsta kosti, sem er mjög jákvætt og ástæðurnar fyrir því er víst að embættismenn hafi farið fram úr sér á fundi með skólameisturum, sem haldinn var á Akureyri. En þrátt fyrir að þetta verði ekki gert núna, verðum við jafnaðarmenn að halda á lofti málstað minni skóla á öllu landinu. Þessir minni skólar sem ég er að tala um og þekki vel til sjálfur eru  Framhaldsskólinn á Laugum, Framhaldsskólinn á Húsavík, Menntaskólinn á Tröllaskaga og Fjölbrautarskóli Norðurlands Vestra. Hugmyndir ráðuneytisins var að sameina þessa skóla við MA annarsvegar og hinsvegar VMA

Gætu horfið úr skólaflórunni
Rökin sem berast úr ráðuneytinu eru að með þessum aðgerðum sé hægt að bjóða upp á fjölbreyttara námsframboð, minni skólar eigi undir högg að sækja vegna fækkunnar nemenda og að framhaldsskólum gangi erfiðlega að halda sér innan fjárlagarammans. Þetta eru alls ekki fáránlega rök, enn lausnin í þessu er ekki að sameina að mínu mati,því sagan hefur sýnt það að sameiningar valda því mjög oft að þessar minni einingar glatast á endanum, dæmi eins og með Alþýðuskólann á Eiðum og Fiskvinnsluskólann á Dalvík.

Skortur á samráði veldur kergju
Ég ég tel það alls ekki skynsamlegt í nánustu framtíð að sameina skólana sérstakleg útfrá því sjónarmiði að skólarnir skapa ákveðan sérstöðu í námi vegna stærðar og líka út frá byggðarsjónarmiðum. Menntun er ein af grundvallaratriðum í byggðarmálum og gerir fólki kleift að mennta sig í heimabyggð og griðalega margir sem starfa við þessa skóla.

Menntamálaráðuneytið verður að taka umræðuna með skólunum til að endurskoða rekstur, námsframboð og að vinna í þá átt að láta skólana vinna saman og samnýta skólana á einhvern hátt. Það verður að tala við kennara, skólastjórnendur, nemendur og alla þá sem koma að þessu. Þetta er einmitt á þessu nauðsynlega samráði sem Illugi hefur algjörlega klikkað á, eins og sést best með styttingu framhaldsskólans í 3 ár og síðan sameiningu Tækniskólans og Iðnskólans í Hafnafirði.

Þegar öllu er á  botninn hvolft þá vona ég innilega að Illugi taki þetta endanlega útaf teikniborði ráðuneytisins og fari að efla minni skóla, því svo sannarlega er stórt verkefni fyrir höndum þar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið