Sameining háskóla og stefna ríkisstjórnar í menntamálum

Ungir jafnaðarmenn telja sameiningu háskólanna skapa tækifæri til þess að styrkja menntun í landinu og efla rannsóknir. Með sameiningu háskólanna er hægt að ná fram hagræðingu með því að sameina yfirstjórnir en tryggja áframhaldandi fjölbreytni.

Ungir jafnaðarmenn telja sameiningu háskólanna skapa tækifæri til þess að styrkja menntun í landinu og efla rannsóknir. Með sameiningu háskólanna er hægt að ná fram hagræðingu með því að sameina yfirstjórnir en tryggja áframhaldandi fjölbreytni. Með sameiningu væri hægt að efla enn frekar þær námsleiðir sem í boði eru og skapa eitt sterkt rannsóknarsamfélag.

Þingmenn eru á einu máli um að ein lausn við kreppunni er aukin menntun. Standa verður vörð um fjölbreytni þannig að kennsla og rannsóknir fari hér fram á sem flestum fræðslusviðum. Ungir jafnaðarmenn styðja þetta heilshugar, með öflugri menntun og öflugu rannsóknarsamfélagi minnkum við hættu á því að missa þekkingu úr landi.

Ungir jafnaðarmenn standa fyrir opnum fundi um sameiningu háskólanna og menntastefnu ríkisstjórnar á Kaffi Sólon á morgun klukkan 20:00. Framsögur halda Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Skúli Helgason, formaður menntanefndar. Hvetjum við fólk til að mæta, kynna sér málið og taka þátt í umræðum.

Ungir jafnaðarmenn

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand