Sægrænir kamrar á Lækjartorgi

0,,Ef til vill væri hægt að reisa Sólskinstorg í Helguvík þar sem sólber drjúpa af hverju tré. Þá gæti Reykjanesbær, eða hver sá sem tekur það að sér, talist hafa stuðlað að betra samfélagi og sýnt samfélagslega ábyrgð og gæti jafnvel átt séns lítil félagshyggjuverðlaun frá Ungum jafnaðarmönnum.“ Segir Eva Bjarnadóttir framkvæmdarstjóri UJ….
Ég útnefni Lækjartorg sem ljótasta torg Evrópu. Ekki nóg með að mynd af húsum sé látin nægja á horni Austurstrætis, héraðsdómur vísi út á torgið pakkað inn í net og ljótasta hús Reykjavíkur standi við norðurendann, heldur hefur skreytinganefnd borgarstjórnar plantað sægrænum kömrum á torgið. Kaffihúsagestir við ljótasta hús Reykjavíkur horfa nú á mynd af húsum með skíthús í forgrunninn.

Torgið stendur fyrir ástandið í borginni í dag og kannski bara fyrir landið allt á krepputíma. Patentlausnir á borð við kamra á torgum, álver í víkum með dassi af varalögreglu virka aðlaðandi fyrir úttaugaðan landann. Betri lausna leituðu Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík á dögunum á borgarmálafundi. Þar voru rifjaðar upp góðar hugmyndir á borð við Sólskinstorg á milli Jómfrúarinnar og Hótel Borgar. Það hljómar betur en Skítalækjartorg.

Ungir jafnaðarmenn verðlaunuðu á 1. maí aðila sem starfa stöðugt, sama hvernig efnahagsástand er í landinu, að því að hlúa að og hjálpa meðborgurum sínum. Þau stuðla að betra samfélagi og sýna samfélagslega ábyrgð hvert með sínum hætti. Starfsmenn Barna- og unglingageðdeildar annast ungmenni með geðraskanir allt árið um kring, með eða án nægra fjárveitinga. Rannveig Traustadóttir hefur í mörg herrans ár rannsakað aðstæður minnihlutahópa á Íslandi. Fatlaðir, innflytjendur og samkynhneigðir – og konur í öllum hópunum – njóta góðs af framlagi hennar. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, fékk í tilefni af þrjátíu ára starfsferli heiðursverðlaun fyrir að hvika aldrei frá hugsjóninni um jöfnuð og réttlæti. Verðlaunahafarnir gefa úttauguðum von um betra samfélag.

Í Helguvík standa nú sólberjarunnarnir Össur og Þórunn sem færa með sér von um nýja vaxtasprota á Suðurnesjum. Miskunnsamur samfylkingarmaður sagðist hafa farið og hlúð að þeim, enda sólberjarunnar ekki gerðir fyrir napurt framkvæmdasvæði. Ef til vill væri hægt að reisa Sólskinstorg í Helguvík þar sem sólber drjúpa af hverju tré. Þá gæti Reykjanesbær, eða hver sá sem tekur það að sér, talist hafa stuðlað að betra samfélagi og sýnt samfélagslega ábyrgð og gæti jafnvel átt séns lítil félagshyggjuverðlaun frá Ungum jafnaðarmönnum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand