Risnur og ferðalög ráðamanna þjóðarinnar

Halldór Blöndal á ekki mjög langt eftir sem forseti Alþingis, áður en honum er kippt til hliðar svo Sólveig Pétursdóttir geti fengið embætti. En svo virðist sem það sé einstaklega einfalt að hliðra til embættum og búa til önnur svo allir geti fengið eitthvað fyrir sinn snúð í meirihlutasamstarfi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Það má minnka þessar risnuferðir forráðamanna ríkisins og þannig spara ríkissjóði ómældar fjárhæðir sem annars mætti setja í brýn verkefni, eins og t.d. málefni aldraðra og fatlaðra Það var áhugavert að lesa í Frétta- blaðinu í dag að síðustu misseri hafi Halldór Blöndal ferðast víða um lönd með tilheyrandi ferðakostnaði fyrir íslenska skattborgara. Þetta á sér stað á sama tíma og búið er að ákveða að hann eigi að víkja sæti forseta Alþingis fyrir Sólveigu Pétursdóttur.

Þessi frétt minnti mig á Páll Pétursson, fyrrverandi félagsmála- ráðherra, og hans stanslausu ferðalög stuttu fyrir brottför hans af ráðherrastóli og Alþingi. Þá var Páll á ferð eins og þeytispjald landanna á milli í opinberum erinda- gjörðum, með virkilegum tilkostnaði fyrir hinn almenna skattborgara. Tímasetning þessara ferðalaga vakti vitaskuld athygli enda ferðaðist ráðherra sem aldrei fyrr og það var auðvitað algjör tilviljun að það skyldi eiga sér stað á sama tíma og hann átti að fara að láta af embætti.

Allir fá eitthvað fyrir sinn snúð
Halldór Blöndal á ekki mjög langt eftir sem forseti Alþingis, áður en honum er kippt til hliðar svo Sólveig Pétursdóttir geti fengið embætti. En svo virðist sem það sé einstaklega einfalt að hliðra til embættum og búa til önnur svo allir geti fengið eitthvað fyrir sinn snúð í meiri- hlutasamstarfi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Það má minnka þessar risnuferðir forráðamanna ríkisins og þannig spara ríkissjóði ómældar fjárhæðir sem annars mætti setja í brýn verkefni, eins og t.d. málefni aldraðra og fatlaðra.

Ekki hugsað sem sumarfrí og/eða skemmtiferð
Embætti hins opinbera eiga ekki að vera leikvöllur fyrir stjórnmála- og embættismenn og maka þeirra þar sem þeir ferðast til allra heims- horna á kostnað hins íslenska skattborgara. Fyrir utan að oft eru þessar ferðir frekar marklausar. Þessar ferðir eiga ekki að vera hugsaðar sem sumarfrí eða skemmtiferð fyrir umrædda aðila. Ráða- menn bera skyldur og þeir eiga að bera hag almennings fyrir brjósti, það er mikið vafamál að sífelld ferðalög heimshorna á milli, og oft með maka, sé einmitt þess eðlis. Ráðamenn þessarar þjóðar gætu sparað okkur himinháar upphæðir með að minnka þessi ferðalög og gera þau hagstæðari, t.d. með því að fækka ferðum maka í þessum ferðum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand