Orðfæri stjórnmálamanna

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns gegn Davíð Oddssyni forsætisráðherra, þar sem tiltekin ummæli hins síðarnefnda um hinn fyrrnefnda voru dæmd dauð og ómerk, vekur upp áhugaverð álitaefni. Hversu langt eiga stjórnmálamenn að ganga í að tjá sig um menn og málefni á opinberum vettvangi? Eiga þeir að segja það hreint út, telji þeir t.d. einhvern hafa brotið lög, eða eiga þeir fremur að sitja á honum stóra sínum og bíða eftir að lögregla og önnur yfirvöld hafi rannsakað málin áður en þeir láta stór orð falla. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns gegn Davíð Oddssyni forsætisráðherra, þar sem tiltekin ummæli hins síðarnefnda um hinn fyrrnefnda voru dæmd dauð og ómerk, vekur upp áhugaverð álitaefni. Hversu langt eiga stjórnmálamenn að ganga í að tjá sig um menn og málefni á opinberum vettvangi? Eiga þeir að segja það hreint út, telji þeir t.d. einhvern hafa brotið lög, eða eiga þeir fremur að sitja á honum stóra sínum og bíða eftir að lögregla og önnur yfirvöld hafi rannsakað málin áður en þeir láta stór orð falla.

Við munum öll eftir fárinu í kringum Borgarnesræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hina fyrri hinn 8. febrúar á síðasta ári. Í þeirri ræðu sagði hún m.a. að í atvinnu- og efnahagslífinu væru það umferðarreglurnar sem giltu. Stjórnmálamenn bæru ábyrgð á þeim, en leikendur bæru ábyrgð á því að fara eftir þeim. Pólitískum afskiptum af atvinnulífinu yrði að linna.

Í þessum orðum felst að Ingibjörg Sólrún – og raunar flestir í Samfylkingunni – álítur stjórnmálamenn eiga að láta lögreglu, Samkeppnisstofnun o.s.frv. rannsaka mál og dómstóla dæma þau – án þess að stjórnmálamennirnir tjái sig um sekt eða sakleysi þeirra sem rannsókn sæta – vakni um það grunur að brotið hafi verið gegn þeim reglum sem fara verður eftir í atvinnulífinu. Stjórnmálamennirnir láti það hins vegar nægja að setja þessar reglur.

Þetta er mjög skynsamleg afstaða. Þung orð, sem stjórnmálamenn láta falla áður en rannsókn mála er lokið, geta skert trúverðugleika rannsóknar. Fólk getur fengið á tilfinninguna að það sem ráði för sé illvilji ráðamanna en ekki hlutlæg sjónarmið – jafnvel þó að svo sé alls ekki. Afleiðingin getur orðið sú að trú fólks á því að við búum í réttarríki skerðist.

Það er alvarlegt mál, en ýmsir stjórnmálamenn hafa þó fallið í þá gryfju að ráðast harkalega að þeim sem stýra fyrirtækjunum í tengslum við meint lögbrot og hafa ekki séð ástæðu til að bíða eftir niðurstöðum rannsóknar á því hvort hjá þeim sé allt með felldu. Ekki er ástæða til að efast um að allir þeir stjórnmálamenn, sem þetta hafa gert, hafi talið þetta eðlilegt þar sem það sé hlutverk stjórnmálamanna að hafa sterkar skoðanir á öllum þjóðfélagsmálum og tjá sig um þær á beinskeyttan hátt.

Þetta viðhorf er alveg rétt eins langt og það nær. Hins vegar verður að telja eðlilegt að stjórnmálamenn láti fyrst og fremst þá sem taka þátt í pólitískri umræðu fá að kenna á þungum orðum, enda gefi þeir til þess sérstakt tilefni, en ekki þá sem standa utan vettvangs stjórnmálanna. Þá mega stjórnmálamenn ekki gleyma því að þeir fara með völd. Þeim fylgir að sjálfsögðu ábyrgð og með þau verður að fara af hlutlægni og sanngirni. En það eitt er ekki nóg að að hlutlægni og sanngirni ráði lyktum mála heldur má auk þess ekkert gefa því undir fótinn að ómálefnaleg sjónarmið, geðþótti eða fjandskapur hafi áhrif.

Eða eins og Engilsaxar segja: „Justice must not only be done. It must also be seen to be done.“

Þórður Sveinsson, lögfræðingur og ritstjóri Mír.is
– greinin birtist á vefriti Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði, Mír.is, miðvikudaginn 16. júní.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand