Opnanlegt er samfélagið ekki opið

reykjavikLEIÐARI Eitt af grundvallaratriðum jafnaðarstefnunnar er opið samfélag. Opið samfélag þýðir að allir borgarar hafi jafnan aðgang að stofnunum samfélagsins. Samfylkingin verður að muna þetta í öllu sínu starfi í ríki, sveit og borg.

reykjavik

LEIÐARI Eitt af grundvallaratriðum jafnaðarstefnunnar er opið samfélag. Opið samfélag þýðir að allir borgarar hafi jafnan aðgang að stofnunum samfélagsins. Samfylkingin verður að muna þetta í öllu sínu starfi í ríki, sveit og borg. Það á að vera markmið okkar sem jafnaðarmanna að gera samfélagið opið sem víðast og í sem víðustum skilningi. Raunar eigum við að gera það að okkar aðalsmerki að gera vel og gera betur í þeim efnum.

Við getum litið til jafnréttisbaráttu ýmissa kúgaðra hópa til að skilja hvernig samfélagið hefur opnast. En hvað með aðgengi hreyfihamlaðra að stofnunum samfélagsins? Hvað með aðgengi kvenna að valdastöðum? Við getum líka litið til framsækinna tæknilegra hugmynda um opinn hugbúnað, opin gagnasöfn og opið fjármálakerfi. Einhverjum kann að þykja við hafa brennt okkur á því síðastnefnda. Það segir okkur að það krefst elju og réttra tækja að halda hlutum opnum. Að loka er einfalt, það er leti.

Árangur Samfylkingarinnar varðar leiðina. Í samstarfinu um R-listann unnum við með öðrum félagshyggjuöflum að því að opna og lofta út úr stöðnuðu og stirðu kerfi sem Sjálfstæðismenn skildu við sig eftir þrásetu. Ekki tókst ætlunarverkið jafn vel í ríkisstjórnarsamstarfi enda samstarfsflokkurinn lítt gefinn fyrir að opna um of það sem þeir  hafa vanist að hafa lokað. Vonandi gefst tækifæri til koma að einhverjum betri siðum í stjórnkerfi ríkisins fram að kosningum.

Undanfarna tvo áratugi hefur virst sem samfélag okkar hafi opnast til muna. Vissulega voru okkur gefin verkfæri til þess með aðild að EES samningnum. En þeir sem á stjórnbekkjum sátu síðustu ár létu staðar numið við að gera samfélagið opnanlegt. Það er keimlíkt en langt í frá það sama að vera opið og að vera opnanlegt. Hjarir og húnn eru lítt til hjálpar ef bara vissir flokkslyklar ljúka upp dyrunum. Höldum áfram að opna þær dyr sem kyrfilega var haldið lokuðum. Það er áskorun sem vert er að takast á við.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand