Evrópusambandið fyrir námsmenn

european-union-flag

Það leikur enginn vafi á því að aðild að ESB margborgar sig fyrir námsmenn, og mun halda áfram að gera svo um ókomna tíð.  Þess vegna ættu námsmenn ekki að hika við að setja X við S í komandi kosningum.

european-union-flag

Nú þegar kreppan setur mark sitt á landann íhuga margir að fara í nám, hvort sem byrja á frá grunni eða fara í framhaldsnám. Margir hugsa sér til hreyfings enda hefur alltaf verið fýsilegt að verja hluta af námstíma sínum erlendis. Gjaldeyrishöft, veik staða krónunnar og erfiðar efnahagsaðstæður hafa þó gert námsmönnum erfitt fyrir.

En hverju myndi aðild að ESB breyta fyrir íslenska námsmenn?

Stórt skref var tekið þegar að Ísland varð aðili að EES samningnum. Þá var gert ólöglegt fyrir ríki að setja „kvóta“ á fjölda nema frá Íslandi og í mörgum þessara landa borga Íslendingar sömu skólagjöld og þegnar ESB ríkjanna. Þó er ekki þar með sagt að fullkomið jafnræði ríki meðal Íslands og ESB ríkjanna.
Þegar að EES samningurinn var gerður gengu ESB ríkin að því að EFTA löndin fengju sama aðgang að skólakerfi sínu og þeirra eigin ríkisborgarar. Bretar settu þó sérstaka bókun við samninginn þar sem áréttað var að EFTA löndin þyrftu að borga skólagjöld, líkt og þegnar annara landa er stæðu utan ESB. Þessi skólagjöld geta verið íslenskum nemum afar dýr, en eru allt að 70-80% lægri fyrir nemendur frá ESB ríkjunum.

Ef við tökum sem dæmi sérnám í læknisfræði við Oxford háskólann í Englandi eru námsgjöld fyrir nemendur frá ESB löndunum u.þ.b. 534.600 eða 3.240 pund.  Þessi gjöld eru mun hærri fyrir námsmenn utan ESB eða 22.570 pund, eða um það bil 3.724.000 íslenskar krónur. Auk þess geta nemendur frá aðilldarríkjum ESB sótt um skólagjaldalán frá breskum lánasjóði. Þau lán eru ekki tekjutengd, þau borga upp öll skólagjöldin og þau þarf ekki að byrja að endurgreiða fyrr en að lántaki er komin með tekjur yfir ákveðnum viðmiðum.

Ef við horfum svo til Írlands og Skotlands blasir enn meiri munur við en þar borga nemendur innan ESB ekki krónu í skólagjöld. Nemendur frá löndum utan ESB borga hinsvegar fullt verð, sem að eru svipuð þeim gjöldum sem íslenskir nemar eru krafnir um í Englandi.

Því má svo bæta við að 22. til 23. janúar á þessu ári hélt Evrópski fjárfestingabankinn ráðstefnu um námslán og þeirra hlutverk varðandi aðgengi, gæði og hreyfanleika náms innan Evrópusambandsins. Bankinn hefur verið í forgrunni námslána í mörgum aðildarríkjum ESB en bæði kostnaður við nám og aðgengi að námslánum hefur verið mjög breytilegt innan sambandsins. Nú er á dagskrá fjárfestingabankans að víkka svið hans enn frekar í samvinnu við ESB og koma að fjármögnun námslána víðar innan sambandsins. Með þessu vill framkvæmdaráð ESB koma í veg fyrir að fólk flosni upp úr námi, eða hætti við nám vegna fjárskorts.

Það leikur enginn vafi á því að aðild að ESB margborgar sig fyrir námsmenn, og mun halda áfram að gera svo um ókomna tíð.  Þess vegna ættu námsmenn ekki að hika við að setja X við S í komandi kosningum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand