Opinn fundur á vegum Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík um umhverfismál. Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, mun mæta og ræða við gesti um málaflokkinn. Á miðvikudaginn kemur (19.september) verður opinn fundur á vegum Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík um umhverfismál. Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, mun mæta og ræða við gesti um umhverfismál. Sérstaklega verður tekið á umhverfismálum, sem hafa ekki verið mikið í umræðunni á Íslandi, einsog bílaeign Íslendinga, útþensla höfuðborgarsvæðisins, endurvinnsla og það hvernig ríkið getur hvatt fyrirtæki og einstaklinga til að sinna umhverfisvernd betur.
Allt áhugafólk um umhverfisvernd er hvatt til að mæta.
Fundurinn verður í húsnæði Samfylkingarinnar á Hallveigarstíg og hefst stundvíslega kl. 18.00.
Bestu kveðjur,
Stjórnin