Landsþing UJ – Tilkynning frá kjörstjórn

Kjörstjórn Ungra jafnaðarmanna auglýsir eftir framboðum í þau embætti sem kosið verður um á landsþingi Ungra jafnaðarmanna og verður haldið í Reykjavík 6. og 7. október 2007. Kjörstjórn Ungra jafnaðarmanna auglýsir eftir framboðum í eftirfarandi embætti, sem kosið verður um á landsþingi Ungra jafnaðarmanna, haldið í Reykjavík 6. og 7. október 2007:

1) Formaður
2) Varaformaður
3) Níu meðstjórnendur*
4) Sex varamenn
5) Tveir endurskoðendur reikninga
6) Þrír fulltrúar í lagaskýringarnefnd

Formaður, varaformaður og níu meðstjórnendur sem sitja allir með atkvæðisrétt í framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna.

*Fyrir liggur tillaga um lagabreytingu á 12. og 21. grein laga Ungra jafnaðarmanna þar sem kosið er um níu meðstjórnendur í stað fjögra. Nýkjörin stjórn mun síðan skipta með sér embættum og kjósa sér: ritara, gjaldkera og alþjóðaritara.

Skv. heimildum kjörstjórnar í 2. mgr. 13. gr. laga Ungra jafnaðarmanna tilkynnist hér með að framboðsfrestur rennur út kl. 18.00 laugardaginn 29. september 2007.

Komi aðeins eitt framboð í hvert embætti, telst sjálfkjörið í það. Miðað er við að skrifleg atkvæðagreiðsla fari fram í öll embætti. Auglýsing um nákvæma tímasetningu og tilhögun kosninga verður birt síðar.

Afla má frekari upplýsinga í lögum Ungra jafnaðarmanna sem birt eru á Pólitik.is, eða senda kjörstjórn tölvupóst.

Framboð skulu berast Jens Sigurðssyni, formanni kjörstjórnar, skriflega á netfangið jenssigurdsson@gmail.com þar sem fram kemur nafn, kennitala, heimilisfang og í hvaða embætti sé sótt.

Gjört í Kópavogi, 14. september 2007

Jens Sigurðsson
og Arna Huld Sigurðardóttir

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið