Opið bréf frá Ungum jafnaðarmönnum í Reykjavík til alþingismanna vegna hugmynda um upptöku skólagjalda við Háskóla Íslands

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hafa sent alþingismönnum opið bréf vegna umræðunnar sem verið hefur undanfarna daga um hugsanlega upptöku skólagjalda við Háskóla Íslands. Sjá
Síðustu áratugina hefur það verið leiðarstef í menntakerfi Íslendinga að öllum standi menntun til boða án þess að þurfa að greiða fyrir hana með skólagjöldum.

Þessi stefna hefur verið mikilvæg til þess að jafna stöðu fólks en einnig hefur hún verið skynsamleg vegna þess að hún léttir til muna fjárhagslegar byrðar ungs fólks og barnafólks.

Síðustu daga hefur umræðan innan Háskóla Íslands verið með þeim hætti að full ástæða er til að óttast að skólayfirvöld fari fram á að það við Alþingi að samþykkt verði lög sem myndu veita skólanum heimild til að innheimta allt að 300 hundruð þúsund krónur á ári í skólagjöld. Flestir háskólanemar myndu þurfa að taka lán til að greiða þessi gjöld. Fyrir 5 ára nám yrði skuldsetningin 1,5 milljónir króna sem þyrfti svo að greiða til baka með vöxtum og verðbótum. Þessi lán myndu bætast ofan á þau framfærslulán sem margir námsmenn þurfa að taka en endurgreiðsla þeirra er nú þegar mjög íþyngjandi.

Ungt samfylkingarfólk í Reykjavík hvetur ykkur alþingismenn eindregið til að samþykkja ekki hugmyndir um upptöku skólagjalda heldur bregðast við fjárþörf Háskólans með því að veita meira fé til hans á fjárlögum.

Við teljum að menntakerfið verði ekki eflt til framtíðar með því að senda námsmönnum háa gíróseðla.

Sverrir Teitsson, formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið