Ingibjörg forseti?

En þó er einn maður sem greinilega vill ólmur senda hana á Álftanesið. Glöggir menn þurfa svo sem ekki að hugsa sig tvisvar um til að sjá hver sá maður er. Hann kemur þó ekki úr röðum Sjálfstæðismanna sem Ingibjörgu tekst svo listilega að ergja. Það virðist ekki aðeins vera æðsti draumur þeirra hægrimanna að losna við hana úr pólitík, því einn maður innan Samfylkingarinnar vill sjá hana sem forseta. Sá maður er Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Þeir sem horfðu á Ísland í dag í gærkvöldi, þann 27. október, létu ekki umræður um næstu forsetakosningar fram hjá sér fara. Um er að ræða víðtæka könnun Plússins sem framkvæmdi hana í samstarfi við Stöð 2, og stendur til að kynna þá sem mestan stuðning fengu. Í gærkvöldi kom í ljós að Jón Baldvin Hannibalsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlutu allverulegan stuðning frá landanum.

Hún myndi sóma sér vel…
Það kemur svo sem ekki á óvart að nokkrir gætu hugsað sér að Ingibjörg settist að á Bessastöðum, enda verðugt forsetaefni. Tekin voru viðtöl við gangandi vegfarendur og flestir voru á því máli að hún myndi án efa sóma sér vel í forsetaembætti. Aftur á móti sögðu menn á borð við Eirík Bergmann að Ingibjörg ætti best heima í pólitík og það sem biði hennar væri helst forsætisráðherrastóll.

Hver yrði leiðtogi okkar?
Að sjálfsögðu yrði það óbætanlegur mikill missir fyrir Samfylkinguna ef Ingbjörg hyrfi frá flokknum. Hinsvegar hefur hún þurft að svara því hvort hana langi í. Hennar persónukraftar eru að sjálfsögðu best geymdir í pólitík og það yrði hrein og bein martröð fyrir vinstrimenn ef hún hyrfi á Bessastaði. Flokkurinn yrði leiðtogalaus.

Skrýtinn aðdáandi
En þó er einn maður sem greinilega vill ólmur senda hana á Álftanesið. Glöggir menn þurfa svo sem ekki að hugsa sig tvisvar um til að sjá hver sá maður er. Hann kemur þó ekki úr röðum Sjálfstæðismanna sem Ingibjörgu tekst svo listilega að ergja. Það virðist ekki aðeins vera æðsti draumur þeirra hægrimanna að losna við hana úr pólitík, því einn maður innan Samfylkingarinnar vill sjá hana sem forseta. Sá maður er Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar.

Hún er formaðurinn
Össur er greinilega ekki enn búinn að meðtaka þá staðreynd að Ingibjörg Sólrún, svilkona hans og samherji, er svo gífurlega dýrmæt Samfylkingunni að færi hún í forsetaframboð væri það pólitískt sjálfsmorð fyrir flokkinn. Annar eins bjargvættur vinstri afla í íslenskri pólitík hafði ekki sést í áraraðir þegar hún tók við borginni 1994 og sigrum hennar er ekki lokið. Undirritaðri blöskraði heima í stofu þegar hinn svokallaði formaður okkar taldi upp kosti þess ef hún færi í framboð og sparaði ekki lofsyrðin; hún yrði glæsilegur forseti og myndi sóma sér stórkostlega í forsetaembætti. Eins og áður hefur komið fram er augljóst að hún myndi standa sig vel í næstum hvaða embætti sem er. Formaðurinn aftur á móti er aftur á móti ekki sannfærður um hennar yfirburðarhæfileika til flokksforystu og segir í fjölmiðlum að hún eigi heima í embætti forseta! Slíkt athæfi er án efa dularfullt.

Sannleikurinn er sá að Ingibjörg á best heima í pólitík og allir hennar stuðningsmenn eru á því máli. Aftur á móti er umræðan um framboð hennar fáránleg þar sem allt bendir til þess að Ólafur Ragnar Grímsson ætli að halda áfram í embætti. Össur vill e.t.v. að Ingibjörg fari í framboð, þótt það brjóti í bága við vilja stuðningsmanna hennar. Við getum e.t.v. reiknað með því að Ingibjörg fari í forsetaframboð á þeim degi sem Össur hættir að tala af sér, því langt verður í það.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand