Ömurlegur málflutningur „frjálslyndra“

,,Auglýsingarnar, sem farnar eru að birtast frá Frjálslynda flokknum, eru hreint út sagt ömurlegar. Má þar nefna dagblaðaauglýsingu þar sem segir eitthvað á þessa leið: „Vissir þú að erlendir ríkisborgarar eru 9% vinnuafls á Íslandi?“ Já, og hvað með það! Hvaða máli skiptir það þó að útlendingar komi hingað til lands til að vinna? Eru þeir okkur hættulegir á einhvern hátt?“ Segir Þórður Sveinsson formaður Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði í grein dagsins.

Einu sinni kunni ég ágætlega við Frjálslynda flokkinn. Mér sýndist hann skipaður hófsömum hægrimönnum með heilbrigða lífssýn og hann var álitlegur samstarfskostur fyrir Samfylkinguna. Nú hefur það breyst. Það útspil flokksins að ala á ótta við útlendinga hefur eyðilagt allt. Fyrst þegar þetta byrjaði ákvað ég að gefa flokknum smáséns – þó svo að flokkurinn væri hræddur við aðstreymi erlends vinnuafls væri ekki endilega um að ræða rasisma og kannski myndi hann bæta ráð sitt. En nú er mér nóg boðið. Auglýsingarnar, sem farnar eru að birtast frá Frjálslynda flokknum, eru hreint út sagt ömurlegar. Má þar nefna dagblaðaauglýsingu þar sem segir eitthvað á þessa leið: „Vissir þú að erlendir ríkisborgarar eru 9% vinnuafls á Íslandi?“

Já, og hvað með það! Hvaða máli skiptir það þó að útlendingar komi hingað til lands til að vinna? Eru þeir okkur hættulegir á einhvern hátt?

Auðvitað ekki. En með auglýsingum sínum eru „frjálslyndir“ að ýta undir útlendingahatur og kynþáttafordóma. Þó svo að þeir segist ekki vera rasistar sjálfir þá kynda þeir undir rasisma og slíkt ber að fordæma.

Vonandi nær þessi flokkur engum manni inn í kosningunum í vor.

Greinin birtist í dag á vefriti Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði – Mír.is

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand