Ólíkt bensínfrelsi okkar og Íraka – Skrýtnar herferðir

Orkan bensínstöðvar hófu nýlega auglýsingaherferð þar sem þeir nota Frelsisstyttuna. Auglýsa þeir Bensínfrelsi, samsvarandi hugmynd og með símafrelsi, en notendur geta keypt inneign á þar til gert inneignarkort og verslað á bensínstöðvum Orkunnar. Orkan bensínstöðvar hófu nýlega auglýsingaherferð þar sem þeir nota Frelsisstyttuna. Auglýsa þeir Bensínfrelsi, samsvarandi hugmynd og með símafrelsi, en notendur geta keypt inneign á þar til gert inneignarkort og verslað á bensínstöðvum Orkunnar.

Ég fæ frelsið sent heim óumbeðið eins og Írakar
Nú á dögunum fékk ég sendan pakka frá þeim, þar sem með fylgdi plastkort með segulrönd með nafni mínu, kennitölu og númeri mínu í gagnabanka þeirra. Ég veit ekki hvort sú rannsóknavinna hjá þeim félögum mínum hjá Orkunni standist reglur um persónuvernd en ég læt það nú ekki á mig fá. Ég er þegar búinn að losa mig við kortið, aðallega vegna þess að ég á mjög líklega ekki eftir að notfæra mér þessa flóknu tækni við bensínkaup, en einnig vegna þess að þessi blessaða auglýsingaherferð er sú sérkennilegasta sem ég hef nokkru sinni orðið vitni að.

Frábær tímasetning
Tímasetningin á herferðinni er stórkostleg. Auglýsingin sýnir Frelsisstyttuna með hægri hnefann reistan á loft og bensíndælu í vinstri, með Jörðina í bakgrunni. Þetta er óborganlegt, þar sem á svipuðum tíma og auglýsingarnar byrjuðu, byrjuðu bandarískir hermenn að streyma yfir landamæri í herferð sinni til eins olíuríkasta lands veraldar, Írak. Ég hefði nú haldið að Frelsisstyttan sé eitt það vinsælasta tákn Bandaríkjanna sem fólk þekkir, en hún svokallað tákn þeirra sem nú riðjast inn í Írak. Almenningur hlýtur að taka eftir tengingunni sem ég er hér að tala um, því Orkan lofar á sama tíma ódýrari bensíni. Ég held að strákunum á auglýsingastofunni hafi orðið all alvarlega á í messunni. Þeir hafa eflaust þurft að þróa auglýsinguna með orðið bensínfrelsi eitt til að byrja með. Þeim hefur líklega þótt Frelsisstyttan passað vel fyrir frelsi og þurft að gera hana að bensínafgreiðslumanni svo fólk gerði sér grein fyrir hvað ætti að sjá út úr auglýsingunni. Útkoman var sem raun ber vitni.

Davíð og Írak
Það er spurning hvort hin óvinsæla afstaða stjórnarflokkana í Íraksmálinu hjálpi til við að fella ríkisstjórnina í vor, en hefur fólk þá velt sér fyrir því hvort Davíð Oddson myndi sitja í stjórnarandstöðunni sín síðustu ár í pólítík? Það væri vissulega mikill ósigur og niðurlæging fyrir þennan stjórnmálamann sem hefur trónt á toppinum í meira en áratug. Ég ætla að vona að hann leggi sig allan fram til að reyna sigra í vor, því Davíð þarf á öllum sínum kröftum að halda.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand