Ólafur færir fjör í leikinn

Nú er gaman að fylgjast með pólitíkinni, ráðamenn þjóðarinnar vita vart í hvora löppina þeir eiga að stíga. Okkar þjóðkjörni forseti var stressaður þegar hann flutti fréttatilkynninguna, Davíð og Geir tjáðu sig ekki strax um málið, Guðni hrökklaðist inn í ráðherrabílinn þegar fréttamenn Stöðvar 2 reyndu að ná tali af honum eftir fund framsóknarráðherranna og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði að mörgum spurningum væri ósvarað. Af ráðamönnunum var ég ánægðastur með hæstvirtan Halldór formann Framsóknarflokksins sem gaf það út að Framsóknarflokkurinn vildi efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, sem hver og einn lýðræðissinnaður maður hlýtur að telja eðlilegt framhald á fjölmiðlafárinu. Nú er gaman að fylgjast með pólitíkinni, ráðamenn þjóðarinnar vita vart í hvora löppina þeir eiga að stíga. Okkar þjóðkjörni forseti var stressaður þegar hann flutti fréttatilkynninguna, Davíð og Geir tjáðu sig ekki strax um málið, Guðni hrökklaðist inn í ráðherrabílinn þegar fréttamenn Stöðvar 2 reyndu að ná tali af honum eftir fund framsóknarráðherranna og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði að mörgum spurningum væri ósvarað. Af ráðamönnunum var ég ánægðastur með hæstvirtan Halldór formann Framsóknarflokksins sem gaf það út að Framsóknarflokkurinn vildi efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, sem hver og einn lýðræðissinnaður maður hlýtur að telja eðlilegt framhald á fjölmiðlafárinu.

Ástandið á fjölmiðlamarkaðnum er enn blómlegt og líflegt og ekkert liggur á lagasetningu
Ég bíð spenntur eftir því hvaða framhald Sjálfstæðismenn vilja sjá. Véfengja þeir það vald þjóðarinnar að ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu hvort tiltekin lög eiga að gilda á Íslandi. Eins og staðan er í dag er það hinn þjóðkjörni forseti sem ákveður fyrir hönd þjóðarinnar hvort ganga eigi til þjóðaratkvæðgreiðslu um lög frá Alþingi eður ei. Hvort þessi tilteknu lög veiti tilefni til þjóðaratkvæðagreiðslu skal ég ekki dæma um. Rökstuðningur forsetans var sá að það væri gjá á milli þings og þjóðar. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa aldrei andmælt því að þessi gjá sé til staðar en þeir hafa hinsvegar bent á að á Íslandi sé þingræði, oft kallað fulltrúalýðræði. Háttvirtir þingmenn eru fulltrúar hins íslenska lýðs og eiga því að sjá sóma sinn í því að hlusta á raddir hans. Það hafa þeir ekki gert, málatilbúnaður ríkisstjórnarinnar hefur verið til skammar, vinnubrögðin með ólíkindum enda ofbauð þjóðinni og gjáin myndaðist. En eitt er víst að sú staða sem nú er kominn upp að ganga þurfi til þjóðaratkvæða um lög um eignarhald á fjölmiðlum er alveg ótrúleg og óásættanleg. Sérstaklega í ljósi þess að samstaða var hjá stjórnmálaflokkunum um að aðgerða væri þörf. Ástandið á fjölmiðlamarkaðnum er enn blómlegt og líflegt og ekkert liggur á lagasetningu. Í raun er það þessi framganga stjórnarflokkanna sem þarf virkilega að muna eftir og er mikilvægt að hún gleymist ekki í umræðum um það hvort 26. grein stjórnarskráarinnar sé virk.

3. eða 4. valdið?
En er í alvöru verið að tala um að óvirk grein hafi verið sett inn í stjórnarskrána þegar hún var samin? Ef forsetinn hefur ekki málskotsréttinn, hver er þá handhafi 3. valdsins? Eru fjölmiðlarnir þá 3. valdið en ekki 4. valdið eins og allir virðast halda? Hvort ákvörðun forsetans um að beita málskotsréttinum hafi verið rétt eða röng, má ekki bitna á framhaldi þessa máls. Þjóðin dæmir aðgerðir forsetans í forsetakosningum á 4 ára fresti og þá verður ákvörðun forseta lögð í dóm þjóðarinnar. Ef framboðsfrestur væri enn fyrir komandi forsetakosningar hefðu eflaust einhverjir þungavigtarmenn reynt að ná stólnum af Ólafi, það hefði orðið athyglsverð barátta. Hægt er að segja að Ólafur hafi sloppið vel því ekki má búast við að hann fái harða samkeppni í komandi forsetakosningum.

Afhverju hafa aldrei komið fram tillögur um að eyða öllum vafa um þessi mál?
Ákjósanlegast hefði verið að stjórnvöld hefðu verið búnir að setja lög um hvernig ætti að bregðast við ef forseti mundi nýta sér 26. grein stjórnarskrárinnar. Það verður að teljast ámælisvert afhverju það er ekki búið. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að það verði gert strax við upphaf næsta þings. Ef æðstu menn löggjafarvaldsins halda því fram og/eða vilja að málskotsréttur forsetans sé ekki virkur, þá hlýtur maður að spyrja þá afhverju hafa aldrei komið fram tillögur um að eyða öllum vafa um það mál? Hvernig vilja þessir sömu aðilar að stjórnskipun Íslands líti út?

Engum er hollt að sitja of lengi við völd
Það sem ég óttast mest er að Davíð átti sig á því að Halldór hefur rétt fyrir sér núna og þeir félagar ákveða að halda þjóðaratkvæðagreiðslu. Þó að lögunum verði hafnað í atkvæðagreiðslu þá munu þeir sitja sem fastast í þrjú ár í viðbót. En vitandi af valdahrokanum sem sprottið hefur upp í Davíð í tíma og ótíma þá væri óskandi að hann mundi bjóða framsóknarmönnum og forsetaembættinu birginn, þá er aldrei að vita hvað mundi gerast. Eðlileg vinnubrögð hljóta að fela í sér að kalla þing saman til að ræða hvernig málum skuli vera háttað enda allir stjórnarandstöðuflokkarnir líst því yfir. Við fyrstu sýn er erfitt að sjá annað en að heppilegast sé að kjósa um lögin samhliða komandi forsetakosningunum. Hvað sem öllu líður þegar fram líða stundir þá er mikilvægt að muna afhverju við erum í þessari óvissu? Vegna skelfilegra vinnubragða ríkisstjórnarinnar. Almenningi finnst upp til hópa lítið sem ekkert athugavert við það forseti sjái þörf til að grípa til málskotsréttar síns vegna laga sem almenningur vildi setja! Er ekki upplagt að enda þetta á gamalli tuggu, engum er hollt að sitja of lengi við völd.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand