Nýr framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna

Hrafnhildur Ragnarsdóttir nýr framkvæmdastjóri UJ

Gengið hefur verið frá ráðningu framkvæmdastjóra Ungra Jafnaðarmanna. Fjölmargir sóttu um en framkvæmdastjórn samþykkti einróma að ráða Hrafnhildi Ragnarsdóttur til starfsins. Hrafnhildur lauk BA námi í sagn- og kynjafræði við HÍ 2003 og MSc í samanburðarstjórnmálafræði við London School of Economics 2005. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, hefur starfað við ýmis rannsóknarstörf, sem ráðgjafi hjá PricewaterhouseCoopers og stýrði tímabundið þjónustuveri Reykjavíkurborgar. Við bjóðum Hrafnhildi velkomna til starfa og hlökkum til að eiga með henni gott samstarf.

Framkvæmdastjórn UJ.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand