Nýliðakvöld

Að fundi loknum fundinum ,,Listir og menning – til hvers?” verður tekið örstutt hlé og rétt um kl. 21:30 tekur við nýliðakvöld.

Næstkomandi fimmtudag, 16. nóvember standa Ungir jafnaðarmenn (UJ) og Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík (UJR) fyrir nýliðakvöldi á skrifstofu Samfylkingarinnar að Hallveigarstíg 1.

Kl. 20:00 byrjar opinn fundur þar sem Sólveig Arnarsdóttir leikkona og Hjálmar H. Ragnarsson rektor Listaháskóla Íslands standa fyrir æsispennandi umræðum um menningu um listir. Að fundi loknum verður tekið örstutt hlé og rétt um 21:30 tekur nýliðakvöldið við.

Boðið verður uppá léttar veitingar, kertaljós og ýmis skemmtilegheit ásamt því að starfsemi Ungra jafnaðarmanna verður kynnt í stuttu máli. Ef að þú verður heppinn, þá gæti formaður UJR komið með “stripped down version” af lífshlaupi sínu, sem að mati stjórnarmeðlima UJR er einstök á sinn hátt.

Allir innilega velkomnir.

Vonumst til að sjá þig,
Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand