,,Fólki er tamt að fylgja tískunni, hvort sem er í hugsun, klæðaburði eða jafnvel í málfari. Þó svo að við vitum aldrei hver eigi upptökin að tískunni, þá fylgjum við henni, því við, viljum jú líkjast þeim sem okkur líkar vel við, eða lítum upp til. … Í dag sýnist mér að það að stofna nýjan stjórnmálaflokk sé eitthvert tískufyrirbrigði.” Segir Sölmundur Karl Pálsson í grein dagsins á Pólitik.is.
Fólki er tamt að fylgja tískunni, hvort sem er í hugsun, klæðaburði eða jafnvel í málfari. Þó svo að við vitum aldrei hver eigi upptökin að tískunni, þá fylgjum við henni, því við, viljum júlíkjast þeim sem okkur líkar vel við, eða lítum upp til.
Þegar ég var unglingur, var í tísku að ganga með buxurnar á hælunum, og skoppandi um á hjólabretti. Ég að sjálfssögðu fylgdi þessum straumi, þar sem maður var að reyna að ,,finna” sjálfan sig. Ég áttaði mig á því að þetta væri ekki minn stíll, það var bæði mjög óþægilegt að ganga með buxurnar á hælunum, og ég tala ekki um hversu óhagstætt það var, þar sem maður þurfti alltaf að kaupa nýjar buxur. Og ekki má gleyma þeim óþægindum við það að detta af hjólabrettinu.
Í dag eru tveir megin straumar í tískunni, hjá ákveðnum hópi í samfélaginu. Það er í dag mjög í tísku að blogga, og þá sérstaklega hjá Mogganum, maður er varla maður með mönnum án þess að blogga hjá Mogganum. Hin tískubylgjan virðist vera sífellt vaxandi. En það er að gefa það opinberlega út að vera fúll með vinnubrögð ríkisstjórnarinnar, og hóta því að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Já, merkilegt, er það ekki?
En af hverju erum við að vinna í stjórnmálum. Við höfum hugsjónir, og viljum vinna eftir þeim að breyta samfélagi okkar til hins betra. Og þegar menn stofna saman stjórnmálaflokk, þá deila menn sömu hugsjónum og vilja vinna að henni saman.
Í dag sýnist mér að það að stofna nýjan stjórnmálaflokk sé eitthvert tískufyrirbrigði. Ómar Ragnarsson telur sig þurfa að stofna nýjan flokk, sem berst fyrir umhverfisvernd. Framtíðarlandið telur sig knúið að stofna stjórnmálaflokk, þar sem stjórnarandstaðan hafi brugðist hlutverki sínu að þeirra mati. Ellilífeyrisþegar og öryrkjar telja sig nauðbeitta til að stofna sinn eigin flokk, til að berjast fyrir bættum kjörum. Allir þessir einstaklingar/samtök hafa það sameiginlegt að vilja stofna sinn eigin stjórnmálaflokk til þess að koma sínum hagsmunum á framfæri. Einhverjir munu halda að ég sé eitthvað á móti því að menn stofni sína eigin stjórnmálaflokka, og eflaust enn fleiri munu halda því fram að ég sé hræddur við ný framboð vegna þess að þau geta tekið fylgi af stjórnarandstöðuflokkunum. En svo er ekki, það eina sem ég tel líklegt að gerist með tilkomu nýrra stjórnmálaflokka, er að við þurfa að búa við núverandi ástand fjögur ár til viðbótar.
En það er eitt sem gerir mig mjög pirraðann út í þessa nýju tískubylgjuer það, af hverju að stofna nýjan stjórnmálaflokk, þegar aðrir stjórnmálaflokkar eru til sem sömu hugsjónir og vinna þar af leiðandi að sömu hagsmunum? Ég efast um að menn séu einungis að fylgja eftir sínum eigin hugsjónum, heldur held ég að einhverjir eru að þessu vegna einkahagsmuna. Ég held að menn eins og Ómar Ragnarsson , félagar í Framtíðarlandinu gangi með þingmanninn í maganum. Og það sama má segja um þá sem vilja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar bjóði sig fram, enda er það engin tilviljun að hópurinn skiptistí tvennt, því einhverjir vilja jú reyna að setjast á þing.
Menn eru augljóslega ósáttir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar, en leysir það vandann að koma með ný framboð? Og halda því fram að Samfylkingin sé ekki treystandi í ríkisstjórn, er ekki málefnalegt. Því þar, sem hvorki Samfylkingin né hinir stjórnarandstöðuflokkarnir hafa aldrei verið í ríkisstjórn, hafa þeir því ekki haft tækifæri á því að framkvæma sínar hugmyndir.
Eins og ég sagði fyrr í vetur, þá munu nýir flokkar ekki hjálpa til við að koma þessari ríkisstjórn frá, heldur gera illt verra, þ.e.a.s. auðvelda áframhaldandi samstarf Sjálfsstæðisflokks og Framsóknar. Ég vona að sjálfssögðu að þessir menn átti sig fljótt á því að það eru fleiri flokkar sem berjast að sömu málefnum ogeiga þvífrekar að flykkjast á bak við stjórnarandstöðuflokkanna til að fella ríkisstjórninna. Eða, eru þessir menn kannski innst inni sáttir við núverandi ástand og vilja aðeins koma sínum hagsmunum fram, og komast í fína vinnu sem þingmaður? Og það er aðeins ein spurning sem þú kæri kjósandi þarft að hugsa um og svara. Treystir þú flokki, sem hefur aðeins eitt málefni til að berjast fyrir,að vera á þingi eða jafnvel í ríkisstjórn?
Greinin birtist í dag á vefriti Un gra jafnaðarmanna á Akureyri – UJA.is