Framsýni

,,Þetta eru spennandi og forvitnilegir tímar. Hópar helblárra sjálfstæðismanna eru óánægðir með stefnu síns flokks og hyggja á framboð undir mörgum formerkjum. Eins kjánalega og það hljómar eru til stórir hópar aldraðra og öryrkja sem að gömlum sið geta ekki stutt vinstri öflin og hyggja á framboð.“ Segir Geir Guðjónsson í grein dagsins. Þetta eru spennandi og forvitnilegir tímar. Hópar helblárra sjálfstæðismanna eru óánægðir með stefnu síns flokks og hyggja á framboð undir mörgum formerkjum. Eins kjánalega og það hljómar eru til stórir hópar aldraðra og öryrkja sem að gömlum sið geta ekki stutt vinstri öflin og hyggja á framboð. Ekki eitt, heldur tvö – slíkur er fjöldi óánægðra sjálfstæðismanna. Það er ótrúlegt að þegar fólk hefur skammast út í Samfylkinguna fyrir ofuráherslu á málefni öryrkja og aldraða, þá skuli vera til stórir hópar fólks sem heyra þetta ekki því það er vant að hlusta eingöngu á sinn gamla flokk.
 

Gamlir sjálfstæðismenn, til dæmis Ómar Ragnarsson, eru á útopnu og hundóánægðir með gamla flokkinn sinn en samt virðist þeim um megn að styðja stjórnarandstöðuna. Vegna þess að þeirra hjarta slær til hægri og ekki hægt að kenna gömlum hundum að sitja.

Jón Baldvin brennur af eldmóð og vantar vettvang til að koma sínum málum á framfæri.  Þeir sem styðja Samfylkinguna þekkja það best að metnaðarfullt og frambærilegt fólk ,,á lausu” vantar vettvang. Þetta sá Össur fyrir síðustu Alþingiskosningar þegar Ingibjörg Sólrún var á lausu og vantaði eitthvað sem hentaði hennar eiginleikum. Hann leysti það með því að gera hana að forsætisráðherraefni.

Jón Baldvin er heldur betur efni – hann er frábært ráðherraefni. Persónulega sé ég hann taka til í utanríkismálunum líkt og hjá SÍS.
 

Hægri grænir ætla nota málfund sem Andri Snær og félagar stóðu fyrir sem grunn að stjórnmálaflokki.   

Það er mikilvægt fyrir okkur jafnaðarmenn að horfa á heildarmyndina. Leyfum þessum óánægjuframboðum hægrimanna að taka fylgi frá Íhaldinu og um leið einblínum við á okkar þjóðfélag,: Jafnaðarþjóðfélag þar sem hver einstaklingur fæðist frjáls, lifir frjáls og deyr frjáls.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand