UJR halda opinn fund nk. sunnudag kl. 14 um kosningabaráttuna sem er að hefjast vegna þingkosninganna í vor.
Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík bjóða þér til fundar næstkomandi sunnudag kl. 14:00. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Samfylkingarinnar að Hallveigarstíg 1, 2. hæð.
Kristín Erna Arnardóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í vor verður með okkur og við ætlum að spjalla um baráttuna framundan. Hvað má fara betur en í fyrra, hverju viljum við koma á framfæri og hvernig eigum við að koma okkar skoðunum í sviðsljósið? Nýlagað og heitt kaffi verður á könnunni og eitthvað með kaffinu til að narta í.
Við hvetjum alla til að mæta og segja sína skoðun á því hvað við eigum að gera í kosningabaráttunni, sem að verður að öllum líkindum sú mikilvægasta í langan tíma. Stöndum saman og bindum enda á 12 ára setu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í ríkisstjórn!
Samfylkingin til sigurs í vor!
Bestu kveðjur,
Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík