Ný sókn í neytendamálum

Þann 14. maí mun viðskiptaráðuneytið halda ráðstefnu um nýja sókn í neytendamálum á Grand Hótel Reykjavík. Ráðstefnan verður frá klukkan 8:10 til 11:30. Aðgangur er ókeypis.

UJ hvetur alla unga jafnaðarmenn til þess að sækja ráðstefnu viðskiptaráðuneytisins um nýja sókn í neytendamálum miðvikudaginn 14. maí frá kl. 8.10 til 11.30 á Grand Hótel Reykjavík.

Kynntar verða skýrslur þriggja stofnana Háskóla Íslands um stöðu neytendamála á Íslandi. Framsögumenn eru Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, og skýrsluhöfundar frá Félagsvísinda- hagfræði- og lagastofnunum HÍ, auk þess sem Dr. Gunni kynnir sjónarmið hins virka neytanda.

Fundarstjóri er dr. Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður ráðherra. Aðgangur er ókeypis.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið