Þann 14. maí mun viðskiptaráðuneytið halda ráðstefnu um nýja sókn í neytendamálum á Grand Hótel Reykjavík. Ráðstefnan verður frá klukkan 8:10 til 11:30. Aðgangur er ókeypis.
UJ hvetur alla unga jafnaðarmenn til þess að sækja ráðstefnu viðskiptaráðuneytisins um nýja sókn í neytendamálum miðvikudaginn 14. maí frá kl. 8.10 til 11.30 á Grand Hótel Reykjavík.
Kynntar verða skýrslur þriggja stofnana Háskóla Íslands um stöðu neytendamála á Íslandi. Framsögumenn eru Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, og skýrsluhöfundar frá Félagsvísinda- hagfræði- og lagastofnunum HÍ, auk þess sem Dr. Gunni kynnir sjónarmið hins virka neytanda.
Fundarstjóri er dr. Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður ráðherra. Aðgangur er ókeypis.