Nokkur orð um Helle Thorning Schmidt

,,Á síðustu tveimur árum hefur Thorning Schmidt verið að styrkja sig sem formaður flokksins. Þar með styrkist flokkurinn og í orðræðu stjórnmálanna í Danmörku er Jafnaðarmannaflokkurinn á ný orðinn hið ráðandi afl“ Segir Ásþór Sævar Ásþórsson í grein dagsins hér á Pólitík.is. Tímamót urðu meðal jafnaðarmanna á Norðurlöndun á dögunum þegar Mona Sahlin tók við sem formaður sænska jafnaðarmanna. Fyrir voru tvær konur formenn jafnaðarmannaflokkanna á Norðurlöndum, annars vegar Helle Thorning Schmidt í Danmörku og Inibjörg Sólrún Gísladóttir hins vegar. Mona Sahlin og Helle Thorning Schmidt verða gestir á landsþingi Samfylkingarinnar 13.-14. apríl nk.

Helle Thorning Schmidt tók við danska Jafnaðarmannaflokknum eftir spennandi formannskjör gegn Frank Jensen, fyrrverandi ráðherra. Þegar Thorning Schmidt bauð sig fram var hún lítt þekkt meðal almennings, þó hún hafi setið á Evrópuþinginu frá árinu 1999. Hún hafði þá að mestu haldið sig frá innanhúsdeildum jafnaðarmanna í þinghúsinu í Kaupmannahöfn. Það var meðal annars í þessu sem Thorning Schmidt fann styrk sinn þegar formannskjörið átti sér stað. Danskir jafnaðarmenn sáu að hún væri sá einstaklingur sem gæti sætt deilur innan flokksins og rétt úr kútnum eftir heldur léleg úrslit í tvennum kosningum í röð fyrst árið 2001, þegar farsæl ríkisstjórn jafnaðarmanna féll og aftur árið 2005.

Það var ekki fyrr en hún hafði verið kjörinn formaður flokksins sem hún hélt fyrstu ræðu sína á danska þinginu, en slíkt hefur ekki áður átt sér stað fyrir svona stóran flokk. Á síðustu tveimur árum hefur Thorning Schmidt verið að styrkja sig sem formaður flokksins. Þar með styrkist flokkurinn og í orðræðu stjórnmálanna í Danmörku er Jafnaðarmannaflokkurinn á ný orðinn hið ráðandi afl. Innan tveggja ára mun síðan reyna á Helle Thorning Schmidt sem leiðtoga flokksins og forsætisráðherraefni í kosningum sem í síðasta lagi verða haldnar í febrúar 2009.

Margt er líkt með þeim Ingibjörgu Sólrúnu og Helle Thorning Schmidt. Báðar eru þær öflugar konur sem keppast að því á næstunni að því að verða fyrstu kvenforsætisráðherrar þjóða sinna. Þær eru glæsilegir fulltrúar frjálslyndar jafnaðarstefnu og það verður skemmtilegt að sjá þær samankomnar ásamt Monu Sahlin á landsþingi Samfylkingarinnar eftir páska.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand